Eins og fram kom á Vísi í gær brutust út slagsmál í leik Fylkis og ÍBV í Pepsi-deild kvenna á miðvikudaginn.
Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir og Eyjakonan Cloe Lacasse lentu þá í útistöðum og létu hnefana tala.
Dómari leiksins, Kristinn Friðrik Hrafnsson, virtist sjá atvikið en lét gult spjald á Rut og Cloe nægja.
Sjá einnig: Sjáðu öll mörkin úr 2. umferð Pepsi-deildar kvenna
Atvikið var tekið fyrir í Pepsi-mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir og gestir hennar, Rakel Logadóttir og Þorkell Máni Pétursson, furðuðu sig á vinnubrögðum dómarans.
„Þetta á að vera rautt spjald á báðar. Þetta er bara ofbeldi inni á vellinum,“ sagði Rakel.
„Dómarinn horfir á þetta allan tímann en svo fer hann og leitar ráða hjá aðstoðardómaranum hvað hann eigi að gera,“ bætti Þorkell Máni við en hann vill að dómarinn verði tekinn á teppið fyrir þetta.
Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.

