Ekki er öll von úti fyrir Sanders Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. maí 2016 21:28 Demókrataflokkurinn gæti neyðst til þess að bregðast við því að Sanders er töluvert vinsælli á meðal almennings en Clinton. Vísir/Getty Þrátt fyrir að margir af stærri fjölmiðlum Bandaríkjanna séu búnir að afskrifa þann möguleika að Bernie Sanders verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum virðist þó enn vera vonarglæta fyrir hann. Þetta bendir Seth Abramson á í grein sinni sem Huffington Post birti í dag. Hann segir Sanders vera meðvitaðan um þennan möguleika og því haldi hann ótrauður áfram. Það geri hann þó svo að staðan sé formlega sú að Hillary Clinton vanti einungis atkvæði 143 kjörmanna (e. delegates) til viðbótar til að hljóta útnefningu flokks síns á meðan Sanders vantar atkvæði 910 kjörmanna til þess að vinna.Bernie Sanders, berst áfram á móti straumi og það er góð ástæða fyrir því.Nordicphotos/AFPOfur-kjörmenn eiga enn eftir að kjósaÁstæðurnar sem Abramson nefnir fyrir mögulegum óvæntum sigri Sanders eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er að enn á eftir að kjósa í Kaliforníu en þar eru 548 kjörmenn í pottinum en úrslit forvalsins þar verða kunn 7.júní. Seinni ástæðan eru atkvæði svokallaðra ofur-kjörmanna (e. super delegates) sem er fólk í áhrifastöðum innan flokksins. Barack Obama er til dæmis einn ofur kjörmanna sem og núlifandi fyrrum forsetar Bandaríkjanna sem eru demókratar. Það eru líka allir þingmenn demókrataflokksins og aðrir flokksmenn sem þykja hafa unnið sér inn "heiðurssæti" af einhverjum ástæðum. Formlega hefur Clinton tryggt sér 524 atkvæði frá ofur-kjörmönnum en Bernie Sanders aðeins 40. Talað er um að það þurfi 2383 kjörmenn til þess að verða forsetaefni flokksins. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Hægt er að fylgjast ítarlega með kjörmanna stöðu frambjóðandana beggja flokka á sérhannaðri síðu Bloomberg. Atkvæði ofur kjörmanna eru ástæða þess að Clinton hefur unnið fleiri kjörmenn á sitt band þó svo að Sanders hafi unnið á atkvæðafjölda í mörgum fylkjum. Þetta gerðist til dæmis þegar kosið var í Rhode Island í apríl þar sem Clinton tryggði sér 20 kjörmenn en Sanders 13 eftir að 55% kjósenda völdu þann gráhærða. Hann vann en samt fékk hún fleiri kjörmenn. Eða hvað? Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Abramson bendir á að ofur-kjörmennirnir eru ekki búnir að kjósa þó svo að atkvæði þeirra séu talin með. Það gera þeir ekki fyrr en í júlí á aðal þingi demókrata þar sem formlega verður ákveðið hver forsetaframbjóðandi demókrata verður. Fyrir forvalið gefa ofur-kjörmenn vilyrði sitt til frambjóðenda en það þarf ekki að vera bindandi. Fari svo að mjótt verði á mununum eða að Sanders þyki líklegri til þess að sigra Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum í haust hafa þeir rými til þess að skipta um skoðun.Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á Sanders betri möguleika að sigra Trump en Clinton. Sérstaklega í svokölluðum óvissufylkjum.Vísir/GettyFjórar ástæður þess að ofur-kjörmenn gætu skipt um skoðunKerfið í kringum ofur-kjörmennina var hannað árið 1984 einmitt til þess að flokkurinn gæti haft svigrúm til þess að endurskoða stöðuna sé mjótt á mununum á milli frambjóðanda til forvalsins. Það hefur aldrei reynt á þetta fyrr en með hverri kosningu sem Sanders vinnur, því meira aukast líkurnar á því að fleiri og fleiri ofur-kjörmenn hoppi úr bát Clinton og yfir til Sanders. Abramson nefnir fjórar ástæður þess að Sanders gæti á endanum hlotið útnefningu demókrata með þessum hætti; 1. Sanders kemur töluvert betur út í skoðanakönnunum á meðal almennings en Clinton. 2. Í skoðanakönnunum er fylgi hans á meðal almennings meira en fylgi Trump og Clinton.3. Fleiri hallast að Sanders en Trump í svokölluðum óvissuríkjum sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á mis í forsetakosningum hingað til.4. Sanders kemur mun betur út en bæði Clinton og Trump í skoðanakönnunum á meðal fólks sem styður venjulega hvorugan flokkinn.Abramson segir þetta vera ástæðuna sem gefi Sanders kraftinn til þess að halda áfram að vaða á móti straumi. Staðreyndin er nefnilega sú að sigri Sanders í Kaliforníu í byrjun júní verða úrslitin í forvali demókrata ekki ljós fyrr en á aðalþingi þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28 Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Þrátt fyrir að margir af stærri fjölmiðlum Bandaríkjanna séu búnir að afskrifa þann möguleika að Bernie Sanders verði frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum virðist þó enn vera vonarglæta fyrir hann. Þetta bendir Seth Abramson á í grein sinni sem Huffington Post birti í dag. Hann segir Sanders vera meðvitaðan um þennan möguleika og því haldi hann ótrauður áfram. Það geri hann þó svo að staðan sé formlega sú að Hillary Clinton vanti einungis atkvæði 143 kjörmanna (e. delegates) til viðbótar til að hljóta útnefningu flokks síns á meðan Sanders vantar atkvæði 910 kjörmanna til þess að vinna.Bernie Sanders, berst áfram á móti straumi og það er góð ástæða fyrir því.Nordicphotos/AFPOfur-kjörmenn eiga enn eftir að kjósaÁstæðurnar sem Abramson nefnir fyrir mögulegum óvæntum sigri Sanders eru aðallega tvær. Fyrri ástæðan er að enn á eftir að kjósa í Kaliforníu en þar eru 548 kjörmenn í pottinum en úrslit forvalsins þar verða kunn 7.júní. Seinni ástæðan eru atkvæði svokallaðra ofur-kjörmanna (e. super delegates) sem er fólk í áhrifastöðum innan flokksins. Barack Obama er til dæmis einn ofur kjörmanna sem og núlifandi fyrrum forsetar Bandaríkjanna sem eru demókratar. Það eru líka allir þingmenn demókrataflokksins og aðrir flokksmenn sem þykja hafa unnið sér inn "heiðurssæti" af einhverjum ástæðum. Formlega hefur Clinton tryggt sér 524 atkvæði frá ofur-kjörmönnum en Bernie Sanders aðeins 40. Talað er um að það þurfi 2383 kjörmenn til þess að verða forsetaefni flokksins. En þar með er þó ekki öll sagan sögð. Hægt er að fylgjast ítarlega með kjörmanna stöðu frambjóðandana beggja flokka á sérhannaðri síðu Bloomberg. Atkvæði ofur kjörmanna eru ástæða þess að Clinton hefur unnið fleiri kjörmenn á sitt band þó svo að Sanders hafi unnið á atkvæðafjölda í mörgum fylkjum. Þetta gerðist til dæmis þegar kosið var í Rhode Island í apríl þar sem Clinton tryggði sér 20 kjörmenn en Sanders 13 eftir að 55% kjósenda völdu þann gráhærða. Hann vann en samt fékk hún fleiri kjörmenn. Eða hvað? Þar liggur nefnilega hundurinn grafinn. Abramson bendir á að ofur-kjörmennirnir eru ekki búnir að kjósa þó svo að atkvæði þeirra séu talin með. Það gera þeir ekki fyrr en í júlí á aðal þingi demókrata þar sem formlega verður ákveðið hver forsetaframbjóðandi demókrata verður. Fyrir forvalið gefa ofur-kjörmenn vilyrði sitt til frambjóðenda en það þarf ekki að vera bindandi. Fari svo að mjótt verði á mununum eða að Sanders þyki líklegri til þess að sigra Donald Trump í forsetakosningunum sjálfum í haust hafa þeir rými til þess að skipta um skoðun.Samkvæmt skoðanakönnunum í Bandaríkjunum á Sanders betri möguleika að sigra Trump en Clinton. Sérstaklega í svokölluðum óvissufylkjum.Vísir/GettyFjórar ástæður þess að ofur-kjörmenn gætu skipt um skoðunKerfið í kringum ofur-kjörmennina var hannað árið 1984 einmitt til þess að flokkurinn gæti haft svigrúm til þess að endurskoða stöðuna sé mjótt á mununum á milli frambjóðanda til forvalsins. Það hefur aldrei reynt á þetta fyrr en með hverri kosningu sem Sanders vinnur, því meira aukast líkurnar á því að fleiri og fleiri ofur-kjörmenn hoppi úr bát Clinton og yfir til Sanders. Abramson nefnir fjórar ástæður þess að Sanders gæti á endanum hlotið útnefningu demókrata með þessum hætti; 1. Sanders kemur töluvert betur út í skoðanakönnunum á meðal almennings en Clinton. 2. Í skoðanakönnunum er fylgi hans á meðal almennings meira en fylgi Trump og Clinton.3. Fleiri hallast að Sanders en Trump í svokölluðum óvissuríkjum sem demókratar og repúblikanar hafa unnið á mis í forsetakosningum hingað til.4. Sanders kemur mun betur út en bæði Clinton og Trump í skoðanakönnunum á meðal fólks sem styður venjulega hvorugan flokkinn.Abramson segir þetta vera ástæðuna sem gefi Sanders kraftinn til þess að halda áfram að vaða á móti straumi. Staðreyndin er nefnilega sú að sigri Sanders í Kaliforníu í byrjun júní verða úrslitin í forvali demókrata ekki ljós fyrr en á aðalþingi þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28 Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07 Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Sanders vann forkosningar í Vestur-Virginíu Þó virðist fátt geta stöðvað sigurgöngu Hillary Clinton í keppninni um tilnefningu Demókrata. 11. maí 2016 08:28
Sanders: Ég tapa vegna þess að fátækir kjósa ekki "Það er bara staðreynd,“ segir Bernie Sanders. 24. apríl 2016 14:07
Cruz lýkur keppni - Sanders með óvæntan sigur Ted Cruz hefur dregið sig út úr keppninni um hver verði næsta forsetaefni Repúblikaflokksins eftir tap gegn Donald Trump í Indiana í gær. Öldungardeildarþingmaðurinn, sem er frá Texas, gerði lokatilraun til að skáka Trump með því að leggja allt undir í Indiana. Allt kom fyrir ekki og vann Trump yfirburðasigur. Fátt getur því úr þessu komið í veg fyrir að Trump verði forsetaefni flokksins. 4. maí 2016 06:22