Þróttur fær enskan reynslubolta Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2016 19:41 Morgan í leik með Wycombe. vísir/getty Þróttur er búinn að finna arftaka Emils Atlasonar sem verður frá út tímabilið vegna meiðsla, en enskur framherji gekk í raðir Þróttar í dag. Dean Morgan, 32 ára gamall enskur framherji, skrifaði undir samning út tímabilið við Þrótt, en hann hefur spilað yfir 440 leiki á 16 ára atvinnumannaferli sínum. Englendingurinn hefur meðal annars spilað með Reading, Luton, Crewe Alexandra, MK Dons, Aldershot, Chesterfield, Oxford United, Southend og Wycombe Wanderers. Hann á sömuleiðis að baki nokkra leiki með landsliði karabíska eyríkisins Montserrat, en hann er gjaldgengur þar gegnum móður sína sem er þaðan. „Það var mjög mikilvægt að styrkja sóknarlínu okkar í kjölfarið á meiðslum Emils Atlasonar, sem spilar ekki meira í sumar. Stjórn knattspyrnudeildar á skilið mikið lof fyrir að bregðast hratt við því áfalli," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Dean Morgan kom til landsins fyrr í dag og lítur vel út. Ef allt gengur upp, þá mun hann spila fyrir okkur strax í næsta leik. Ég er hæstánægður með að hafa krækt í þennan gæðaleikmann. Hann er snjall, leikinn, þaulreyndur og verður frábær viðbót við okkar góða hóp." Morgan er, eins og Gregg segir, kominn til Íslands og er hann ánægður með það sem hann hefur séð, en hann spilaði með Ívari Ingimarssyni hjá Reading. „Þetta verður skemmtilegt ævintýri. Ég hef þegar fengið útsýnistúr um Laugardal og skil vel að hann sé kallaður hjartað í Reykjavík. Ég er alinn upp í Tottenham-hverfinu í London og umhverfið þar er ekki ósvipað. Hlakka til þess að æfa og keppa með Þrótti," sagði Morgan og hélt áfram: „ Ég er staðráðinn í að leggja mitt af mörkum til að taka þetta félag áfram og upp. Það verður líka gaman að eignast nýja vini og mikil tilhlökkun að hitta minn gamla liðsfélaga frá Wycombe Wanderers, Sebastian Svard. Ég spilaði enn fremur með Ívari Ingimarssyni hjá Reading, þannig að ég þekki aðeins til Íslands." Þróttarar spila við Breiðablik á þriðjudag, en þeir eru með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir fengu 6-0 skell í síðustu umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Þróttur er búinn að finna arftaka Emils Atlasonar sem verður frá út tímabilið vegna meiðsla, en enskur framherji gekk í raðir Þróttar í dag. Dean Morgan, 32 ára gamall enskur framherji, skrifaði undir samning út tímabilið við Þrótt, en hann hefur spilað yfir 440 leiki á 16 ára atvinnumannaferli sínum. Englendingurinn hefur meðal annars spilað með Reading, Luton, Crewe Alexandra, MK Dons, Aldershot, Chesterfield, Oxford United, Southend og Wycombe Wanderers. Hann á sömuleiðis að baki nokkra leiki með landsliði karabíska eyríkisins Montserrat, en hann er gjaldgengur þar gegnum móður sína sem er þaðan. „Það var mjög mikilvægt að styrkja sóknarlínu okkar í kjölfarið á meiðslum Emils Atlasonar, sem spilar ekki meira í sumar. Stjórn knattspyrnudeildar á skilið mikið lof fyrir að bregðast hratt við því áfalli," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Dean Morgan kom til landsins fyrr í dag og lítur vel út. Ef allt gengur upp, þá mun hann spila fyrir okkur strax í næsta leik. Ég er hæstánægður með að hafa krækt í þennan gæðaleikmann. Hann er snjall, leikinn, þaulreyndur og verður frábær viðbót við okkar góða hóp." Morgan er, eins og Gregg segir, kominn til Íslands og er hann ánægður með það sem hann hefur séð, en hann spilaði með Ívari Ingimarssyni hjá Reading. „Þetta verður skemmtilegt ævintýri. Ég hef þegar fengið útsýnistúr um Laugardal og skil vel að hann sé kallaður hjartað í Reykjavík. Ég er alinn upp í Tottenham-hverfinu í London og umhverfið þar er ekki ósvipað. Hlakka til þess að æfa og keppa með Þrótti," sagði Morgan og hélt áfram: „ Ég er staðráðinn í að leggja mitt af mörkum til að taka þetta félag áfram og upp. Það verður líka gaman að eignast nýja vini og mikil tilhlökkun að hitta minn gamla liðsfélaga frá Wycombe Wanderers, Sebastian Svard. Ég spilaði enn fremur með Ívari Ingimarssyni hjá Reading, þannig að ég þekki aðeins til Íslands." Þróttarar spila við Breiðablik á þriðjudag, en þeir eru með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir fengu 6-0 skell í síðustu umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira