Enski boltinn

Frestaði leikurinn spilaður á þriðjudag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn beggja liða voru byrjaðir að hita upp í dag áður en þeir voru kallaðir af velli.
Leikmenn beggja liða voru byrjaðir að hita upp í dag áður en þeir voru kallaðir af velli. vísir/getty
Leikur Manchester United og Bournemouth sem átti að vera leikinn í dag en var frestað vegna sprengjuhótunar verður leikinn á þriðjudag.

Leikurinn mun hefjast klukkan 19.00 á þriðjudaginn, en mikið uppþot var á Old Trafford í dag þar sem pakki fannst í einu horni vallarins.

Sprengjusérfræðingar voru kallaðir á vettvang og þeir afgreiddu málið, en pakkinn var talinn mjög raunverulegur. Að endingu var gefið út að hann var hættulaus.

United er í sjötta sæti deildarinnar með 63 stig, en getur náð fjórða sætinu vinni liðið leikinn á þriðjudaginn með nítján marka mun sem verður að teljast frekar ólíklegt.

Bournemouth er í sextánda sætinu með 42 stig, en með sigri geta þeir hoppað upp um nokkur sæti. Fínn árangur hjá nýliðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×