Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, hefur ekki rætt við Hermann Hreiðarsson vegna atviks sem kom upp eftir leik liðsins gegn ÍBV í gær.
Hermann tók þá Hannes Gústafsson, stjórnarmann ÍBV, hálstaki en Fylkir tapaði leiknum í gær og er enn stigalaus eftir fyrstu fjórar umferðarnar.
Sjá einnig: Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik: „Þetta lýsir honum vel“
„Ég á eftir að kynna mér málið betur. Ég hef ekki heyrt í Hemma í morgun,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Ég sá þetta áður en ég lagðist á koddann í gærkvöldi. Ég á eftir að heyra í mínum manni.“
Hann segir málið ekki nógu gott. „Þetta er bara leiðinlegt, alla vega eins og þetta lítur út. Ég veit ekki hvað gekk á og held að það sé betra að kynna sér málið betur áður en maður kemur með einhverja sleggjudóma.“
Sjá einnig: Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir
Ásgeir segir fúlt að Fylkir sé enn án stiga en hefur ekki áhyggjur af þjálfaramálunum.
„Við þurfum bara að setjast yfir þetta og finna lausnina. Þessir strákar kunna allir fótbolta. Það er eitthvað sem ekki er að virka og við þurfum að finna lausn á því.“
„Því miður þá þekkjum við þessa rússibanaleið - að byrja illa og koma svo til baka. Þetta er ekki það sem við lögðum upp með.“
Formaðurinn um Hemma: Á eftir að kynna mér málið betur

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - ÍBV 0-3 | Eyjamenn gengu frá stigalausu Fylkisliði | Sjáðu mörkin
Eyjamenn unnu frábæran sigur á Fylki, 3-0, í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram í Lautinni í Árbænum.

Hermann tók stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik: „Þetta lýsir honum vel“
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, réðst að stjórnarmanni síns uppeldisfélags eftir tapið gegn ÍBV í dag.

Albert: Sóknarleikur okkar fyrirsjáanlegur
"Þetta er ekki sú staða sem við vildum vera í eftir fjórar umferðir,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherjir Fylkis, eftir tapið í kvöld.

Hermann: Nokkrir menn í mínu liði sem líta út eins og frændur sínir
"Þetta var auðvitað frábær byrjun hjá okkur eða kannski ekki,“ segir Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið í kvöld.