Íslenski boltinn

Albert: Sóknarleikur okkar fyrirsjáanlegur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Albert Ingason í fyrsta leik Fylkis í sumar.
Albert Ingason í fyrsta leik Fylkis í sumar. vísir/ernir
„Þetta er ekki sú staða sem við vildum vera í eftir fjórar umferðir,“ segir Albert Brynjar Ingason, framherjir Fylkis, eftir tapið í kvöld.

Fylkir tapaði fjórða leiknum í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið tók á móti ÍBV. Leikurinn fór 3-0 og hefur Fylkir ekki enn fengið stig í deildinni.

„Við þurfum allir að líta í eigin barm og fara rífa okkur upp ef ekki á illa að fara. Mörkin sem við erum að fá á okkur eru alltaf fáránlega ódýr og barnaleg og þar verður við að halda mun meiri einbeitingu.“

Hann segir að leikmenn liðsins hafi enn fulla trú á hópnum en þeir þurfi að fara gera miklu betur í leikjunum.

„Uppspilið hjá liðinu er ekki að ganga alveg nægilega vel og það gerir okkur erfitt fyrir, ef við ætlum að skora einhver mörk. Þetta er kannski fyrirsjáanlegt og lítil hreyfing á okkur öllum. Svo vantar að gera betur í þessum úrslitasendingum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×