Erlent

Drottningin lagði línurnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Drottning Bretlands kynnti í dag áætlanir ríkisstjórnar David Cameron, forsætisráðherra, við setningu þingsins. Drottningin flutti ræðu sína úr hásæti sínu á lávarðadeild þingsins og kynnti hún rúmlega tuttugu ný lög sem meðal annars er ætlað að sporna gegn ofstæki, bæta fangelsiskerfi landsins og gera fólki auðveldara að ættleiða börn sem eru í umsjá ríkisins.

Endurbætur í fangelsakerfi Bretlands voru umfangsmiklar í ræðu drottningarinnar sem og endurbætur á lögum varðandi sjálfkeyrandi bíla og dróna.

Samkvæmt Reuters skyggði komandi atkvæðagreiðsla um veru Bretlands í Evrópusambandinu verulega á ræðu drottningarinnar. Hlusta má á ræðuna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×