Leikmenn Leicester City hittust heima hjá framherjanum Jamie Vardy í kvöld og fylgdust með leik Chelsea og Tottenham.
Staðan fyrir leik var einföld. Ef Tottenham tækist ekki að vinna þá var Leicester orðið Englandsmeistari.
Leikurinn var heldur betur dramatískur og Eden Hazard tryggði Leicester titilinn er hann jafnaði leikinn fyrir Chelsea sjö mínútum fyrir leikslok.
Eins og við mátti búast trylltust leikmenn Leicester af gleði heima hjá Vardy og þeir verða að skála þar langt fram á morgun.
Sjá má stuðið hér að ofan.
Sjáðu leikmenn Leicester tryllast af gleði
Tengdar fréttir

Tottenham fór á taugum og Leicester er Englandsmeistari
Öskubuskuævintýri Leicester City var fullkomnað í kvöld er liðið varð Englandsmeistari. Tottenham gerði þá jafntefli gegn Chelsea og það þýðir að liðið getur ekki lengur náð Leicester.

Morgan: Mér hefur aldrei liðið svona vel
Wes Morgan, fyrirliði Leicester, fagnaði með félögum sínum heima í stofu í kvöld og verður að fagna eitthvað fram eftir nóttu þar sem Leicester er orðið Englandsmeistari.