Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1 | Atli Viðar hetja FH-inga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2016 22:00 FH-ingar fagna marki gegn Þrótti í síðustu umferð. vísir/vilhelm Atli Viðar Björnsson tryggði FH öll þrjú stigin gegn ÍA í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 2-1, Íslandsmeisturunum í vil. FH-ingar eru því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en Skagamenn ekkert. Bjarni Þór Viðarsson kom FH yfir á 41. mínútu en Jón Vilhelm Ákason jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. FH var þá einum færri en Steven Lennon fékk að líta rauða spjaldið fyrir gróft brot á 57. mínútu. Það var svo Atli Viðar sem skoraði sigurmark Fimleikafélagsins þremur mínútum fyrir leikslok eftir hornspyrnu.Af hverju vann FH? Annan leikinn í röð kom Atli Viðar af bekknum og setti mark. Hann þarf ekki margar mínútur til að láta að sér kveða og það sannaðist enn og aftur í kvöld. Annars voru FH-ingar mun sterkari aðilinn gegn Skagaliði sem fékk á baukinn gegn ÍBV í 1. umferð. Gestirnir spiluðu lengst af fínan varnarleik en gleymdu sér tvisvar, fyrst eftir fyrirgjöf og svo eftir hornspyrnu. Þrátt fyrir að missa Lennon af velli héldu FH-ingar haus og sýndu styrk með því að ná að skora sigurmarkið fimm mínútum eftir að ÍA jafnaði metin.Þessir stóðu upp úrÍ leik þar sem lítið var um tilþrif og gæði á síðasta þriðjungi vallarins var Atli Guðnason ljósið í myrkrinu; mikið í boltanum og alltaf hættulegur. Varnarleikur beggja liða var fínn. Bergsveinn Ólafsson og Kassim Doumbia litu betur út en gegn Þrótti og bakverðirnir voru traustir sem og Davíð Þór Viðarsson á miðjunni. Árni Snær Ólafsson var öruggur í marki ÍA og Ármann Smári Björnsson skallaði örugglega 100 bolta frá.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Skagamanna var afar fábrotinn og þeir sköpuðu sér í raun ekki neitt fyrr en Jón Vilhlem kom boltanum í netið átta mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen gerði mistök í markinu en FH-ingar voru ósáttir með að ekki hafi verið dæmd hendi á gestina í aðdraganda þess. Fyrir utan markið gerðu Akurnesingar lítið fram á við og Garðar Gunnlaugsson og Martin Hummervoll náðu sjaldan að tengja í framlínunni.Hvað gerist næst? FH-ingar, með sín sex stig, sækja KR heim í næstu umferð. Sannkallaður risaslagur þar á ferð en KR-ingar eru aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. FH-ingar eru eflaust hæstánægðir með stigin sex sem þeir hafa náð í en þeir geta spilað betur. Skagamenn fá sjóðheita Fjölnismenn í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik og verða helst að ná í þrjú stig. Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar spiluðu betur í kvöld en í fyrsta leiknum og geta tekið eitt og annað jákvætt með sér í Fjölnisleikinn. Þeir þurfa þó að bæta spilamennsku sína, reyna að fá meiri og betri takt í sóknarleikinn og nýta styrkleika Garðars betur.Heimir: Getum ekki kvartað mikið yfir rauða spjaldinu Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var sáttur með að landa þremur stigum gegn ÍA í kvöld. „Við sýndum góðan karakter eftir að þeir jöfnuðu leikinn. Við vorum manni færri í rúman hálftíma og komum til baka sem var mjög sætt,“ sagði Heimir. Steven Lennon fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og á þeirri 82. jafnaði Jón Vilhelm Ákason metin fyrir ÍA. FH-ingar voru ekki sáttir með markið. „Ég held að hann hafi tekið hann með hendinni, það skilst mér. En ég ætla ekki að vera með neina sleggjudóma fyrr en ég er búinn að sjá þetta aftur. Sólin var beint í varamannaskýlið þannig að maður sá þetta ekki vel,“ sagði Heimir sem sagði rauða spjaldið réttan dóm. „Við FH-ingar getum ekki kvartað mikið yfir því,“ sagði þjálfarinn sem er ánægður með byrjunina hjá Íslandsmeisturunum sem eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. „Við erum ánægðir með uppskeruna en við getum klárlega bætt spilamennskuna og það er að sjálfsögðu stefnan.“Gunnlaugur: Mikil framför frá síðasta leik „Þetta er alveg gríðarlega svekkjandi,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir FH í kvöld. „Við gerðum vel í að jafna leikinn og þess vegna er alveg skelfilegt að fá mark á sig eftir hornspyrnu. Við eigum að geta varist betur í föstum leikatriðum en við gleymdum okkur í augnablik undir lokin og þeir gengu á lagið.“ ÍA steinlá, 4-0, fyrir ÍBV í síðustu umferð en Skagamenn spiluðu betur í Krikanum í kvöld að mati Gunnlaugs. „Þetta var mikil framför og við spiluðum varnarleikinn að mörgu leyti mjög vel. Þeir áttu vissulega mikið af fyrirgjöfum en við leystum þær vel, fyrir utan fyrsta markið. „En ég er ánægður með heilmargt og strákarnir geta verið stoltir af þessari frammistöðu. En það er grátlegt að ná ekki þessu stigi,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkenndi að hann hefði viljað sjá sína menn ógna marki FH meira en þeir gerðu. „Já, ég hefði sjá okkur gera meira af því, sérstaklega eftir að þeir misstu mann af velli. Við fengum meiri tíma með boltann og hefðum getað verið aðeins skynsamari í okkar aðgerðum,“ sagði Gunnlaugur að endingu.Atli Viðar: Kom mér á réttan stað Atli Viðar Björnsson sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur þegar hann tryggði FH sigur á ÍA tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. „Ég náði að koma mér á réttan stað og hirða frákast,“ sagði Atli Viðar eftir leikinn í kvöld. „Ég fékk bara þau skilaboð að reyna að klára leikinn og kreista fram mark sem þurfti til að vinna hann.“ Mark Atla Viðars kom aðeins fimm mínútum eftir að Jón Vilhelm Ákason jafnaði metin fyrir ÍA. Dalvíkingurinn var að vonum ánægður með hvernig FH-ingar brugðust við marki Skagamanna. „Við erum sáttir með að vinna leikinn og hafa kreist fram sigur úr því sem komið var. En mér fannst óþarfi að gera þetta svona tæpt, við vorum með öll völd á vellinum þangað til við misstum mann af velli. Þegar þú ert bara 1-0 yfir getur allt gerst,“ sagði Atli Viðar og vísaði þar til rauða spjaldsins sem Steven Lennon fékk. Atli Viðar hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað í báðum leikjum FH eftir að hafa komið inn á sem varamaður. En vonast hann ekki til þess að byrja næsta leik gegn KR, sérstaklega í ljósi þess að Lennon verður í banni? „Ég vonast alltaf eftir því að spila sem flestar mínútur. Það verður bara að koma í ljós hversu margar þær verða á fimmtudaginn,“ sagði Atli Viðar pólitískur í svörum. „Ég er orðinn mjög góður í þessum svörum,“ sagði markaskorarinn hlæjandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Atli Viðar Björnsson tryggði FH öll þrjú stigin gegn ÍA í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 2-1, Íslandsmeisturunum í vil. FH-ingar eru því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en Skagamenn ekkert. Bjarni Þór Viðarsson kom FH yfir á 41. mínútu en Jón Vilhelm Ákason jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok. FH var þá einum færri en Steven Lennon fékk að líta rauða spjaldið fyrir gróft brot á 57. mínútu. Það var svo Atli Viðar sem skoraði sigurmark Fimleikafélagsins þremur mínútum fyrir leikslok eftir hornspyrnu.Af hverju vann FH? Annan leikinn í röð kom Atli Viðar af bekknum og setti mark. Hann þarf ekki margar mínútur til að láta að sér kveða og það sannaðist enn og aftur í kvöld. Annars voru FH-ingar mun sterkari aðilinn gegn Skagaliði sem fékk á baukinn gegn ÍBV í 1. umferð. Gestirnir spiluðu lengst af fínan varnarleik en gleymdu sér tvisvar, fyrst eftir fyrirgjöf og svo eftir hornspyrnu. Þrátt fyrir að missa Lennon af velli héldu FH-ingar haus og sýndu styrk með því að ná að skora sigurmarkið fimm mínútum eftir að ÍA jafnaði metin.Þessir stóðu upp úrÍ leik þar sem lítið var um tilþrif og gæði á síðasta þriðjungi vallarins var Atli Guðnason ljósið í myrkrinu; mikið í boltanum og alltaf hættulegur. Varnarleikur beggja liða var fínn. Bergsveinn Ólafsson og Kassim Doumbia litu betur út en gegn Þrótti og bakverðirnir voru traustir sem og Davíð Þór Viðarsson á miðjunni. Árni Snær Ólafsson var öruggur í marki ÍA og Ármann Smári Björnsson skallaði örugglega 100 bolta frá.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Skagamanna var afar fábrotinn og þeir sköpuðu sér í raun ekki neitt fyrr en Jón Vilhlem kom boltanum í netið átta mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen gerði mistök í markinu en FH-ingar voru ósáttir með að ekki hafi verið dæmd hendi á gestina í aðdraganda þess. Fyrir utan markið gerðu Akurnesingar lítið fram á við og Garðar Gunnlaugsson og Martin Hummervoll náðu sjaldan að tengja í framlínunni.Hvað gerist næst? FH-ingar, með sín sex stig, sækja KR heim í næstu umferð. Sannkallaður risaslagur þar á ferð en KR-ingar eru aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. FH-ingar eru eflaust hæstánægðir með stigin sex sem þeir hafa náð í en þeir geta spilað betur. Skagamenn fá sjóðheita Fjölnismenn í heimsókn í sínum fyrsta heimaleik og verða helst að ná í þrjú stig. Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar spiluðu betur í kvöld en í fyrsta leiknum og geta tekið eitt og annað jákvætt með sér í Fjölnisleikinn. Þeir þurfa þó að bæta spilamennsku sína, reyna að fá meiri og betri takt í sóknarleikinn og nýta styrkleika Garðars betur.Heimir: Getum ekki kvartað mikið yfir rauða spjaldinu Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var sáttur með að landa þremur stigum gegn ÍA í kvöld. „Við sýndum góðan karakter eftir að þeir jöfnuðu leikinn. Við vorum manni færri í rúman hálftíma og komum til baka sem var mjög sætt,“ sagði Heimir. Steven Lennon fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu og á þeirri 82. jafnaði Jón Vilhelm Ákason metin fyrir ÍA. FH-ingar voru ekki sáttir með markið. „Ég held að hann hafi tekið hann með hendinni, það skilst mér. En ég ætla ekki að vera með neina sleggjudóma fyrr en ég er búinn að sjá þetta aftur. Sólin var beint í varamannaskýlið þannig að maður sá þetta ekki vel,“ sagði Heimir sem sagði rauða spjaldið réttan dóm. „Við FH-ingar getum ekki kvartað mikið yfir því,“ sagði þjálfarinn sem er ánægður með byrjunina hjá Íslandsmeisturunum sem eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. „Við erum ánægðir með uppskeruna en við getum klárlega bætt spilamennskuna og það er að sjálfsögðu stefnan.“Gunnlaugur: Mikil framför frá síðasta leik „Þetta er alveg gríðarlega svekkjandi,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, eftir tapið fyrir FH í kvöld. „Við gerðum vel í að jafna leikinn og þess vegna er alveg skelfilegt að fá mark á sig eftir hornspyrnu. Við eigum að geta varist betur í föstum leikatriðum en við gleymdum okkur í augnablik undir lokin og þeir gengu á lagið.“ ÍA steinlá, 4-0, fyrir ÍBV í síðustu umferð en Skagamenn spiluðu betur í Krikanum í kvöld að mati Gunnlaugs. „Þetta var mikil framför og við spiluðum varnarleikinn að mörgu leyti mjög vel. Þeir áttu vissulega mikið af fyrirgjöfum en við leystum þær vel, fyrir utan fyrsta markið. „En ég er ánægður með heilmargt og strákarnir geta verið stoltir af þessari frammistöðu. En það er grátlegt að ná ekki þessu stigi,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkenndi að hann hefði viljað sjá sína menn ógna marki FH meira en þeir gerðu. „Já, ég hefði sjá okkur gera meira af því, sérstaklega eftir að þeir misstu mann af velli. Við fengum meiri tíma með boltann og hefðum getað verið aðeins skynsamari í okkar aðgerðum,“ sagði Gunnlaugur að endingu.Atli Viðar: Kom mér á réttan stað Atli Viðar Björnsson sýndi enn og aftur hvers hann er megnugur þegar hann tryggði FH sigur á ÍA tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. „Ég náði að koma mér á réttan stað og hirða frákast,“ sagði Atli Viðar eftir leikinn í kvöld. „Ég fékk bara þau skilaboð að reyna að klára leikinn og kreista fram mark sem þurfti til að vinna hann.“ Mark Atla Viðars kom aðeins fimm mínútum eftir að Jón Vilhelm Ákason jafnaði metin fyrir ÍA. Dalvíkingurinn var að vonum ánægður með hvernig FH-ingar brugðust við marki Skagamanna. „Við erum sáttir með að vinna leikinn og hafa kreist fram sigur úr því sem komið var. En mér fannst óþarfi að gera þetta svona tæpt, við vorum með öll völd á vellinum þangað til við misstum mann af velli. Þegar þú ert bara 1-0 yfir getur allt gerst,“ sagði Atli Viðar og vísaði þar til rauða spjaldsins sem Steven Lennon fékk. Atli Viðar hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað í báðum leikjum FH eftir að hafa komið inn á sem varamaður. En vonast hann ekki til þess að byrja næsta leik gegn KR, sérstaklega í ljósi þess að Lennon verður í banni? „Ég vonast alltaf eftir því að spila sem flestar mínútur. Það verður bara að koma í ljós hversu margar þær verða á fimmtudaginn,“ sagði Atli Viðar pólitískur í svörum. „Ég er orðinn mjög góður í þessum svörum,“ sagði markaskorarinn hlæjandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira