Trump hjólar í Hillary og heitir því að vera ekki leiðinlegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. apríl 2016 19:14 Trump er farinn að beina sjónum sínum að Demókrötum. Vísir/Getty Donalt Trump, líklegt forsetaefni Repúblikana, hjólaði í dag duglega í Hillary Clinton, líklegt forsetaefni Demókrata. Sagði Trump að Clinton væri óheiðarleg og lofaði hann stuðningsmönnum sínum að hann myndi ekki verða leiðinlegur með því að verða of forsetalegur. Sigur Trump í forkosningunum í New York þýðir að miklar líkur eru á að Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnmálaskýrendur ytra telja að nú þurfi Trump að verða forsetalegri en áður en digurbarkalegar yfirlýsingar hans hingað til hafa ekki endilega þótt hæfa þeim sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég get sagt ykkur það að ef ég fer um of í forsetagírinn mun fólk fá leið á mér mjög flótt,“ sagði Trump áður en hann bætti því við að hann óttaðist að stuðningsmenn sínir myndu einfaldlega sofna færi hann í þann gírinn. Stuðningsmenn Trump virðast þó ekki styðja Trump vegna þess hversu hrifnir þeir eru af stefnumálun hans. Samkvæmt könnun sögðust 43 prósent þeirra sem styðja Trump gera það vegna þess að hann segir það sem hann hugsar, aðeins átta prósent aðspurðra líkaði vel við stefnumál Trump. Eftir sigur Trump í New York hefur hann í auknum mæli farið að snúa sér að andstæðingum sínum í Demókrataflokknum fremur en að beina sjónum sínum að keppinautum sínum innan eigin flokks og þar hefur Hillary Clinton helst fengið að heyra það. Sagði Trump að Clinton væri manneskja sem hefði fjölmarga galla og að hún væri versti mögulegi fulltrúi kvenna. Þá hélt Trump því fram að eina haldreipi Clinton í kosningabaráttunni væri sú staðreynd að hún væri kona. Þá saði Trump að Clinton væri óheiðarleg. „Við köllum hana óheiðarlegu Hillary (crooked Hillary) vegna þess að hún er óheiðarleg og hún hefur alltaf verið það,“ sagði Trump en Clinton hefur neitað að tjá sig um ummæli Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donalt Trump, líklegt forsetaefni Repúblikana, hjólaði í dag duglega í Hillary Clinton, líklegt forsetaefni Demókrata. Sagði Trump að Clinton væri óheiðarleg og lofaði hann stuðningsmönnum sínum að hann myndi ekki verða leiðinlegur með því að verða of forsetalegur. Sigur Trump í forkosningunum í New York þýðir að miklar líkur eru á að Trump verði forsetaefni Repúblikana í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Stjórnmálaskýrendur ytra telja að nú þurfi Trump að verða forsetalegri en áður en digurbarkalegar yfirlýsingar hans hingað til hafa ekki endilega þótt hæfa þeim sem sækist eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. „Ég get sagt ykkur það að ef ég fer um of í forsetagírinn mun fólk fá leið á mér mjög flótt,“ sagði Trump áður en hann bætti því við að hann óttaðist að stuðningsmenn sínir myndu einfaldlega sofna færi hann í þann gírinn. Stuðningsmenn Trump virðast þó ekki styðja Trump vegna þess hversu hrifnir þeir eru af stefnumálun hans. Samkvæmt könnun sögðust 43 prósent þeirra sem styðja Trump gera það vegna þess að hann segir það sem hann hugsar, aðeins átta prósent aðspurðra líkaði vel við stefnumál Trump. Eftir sigur Trump í New York hefur hann í auknum mæli farið að snúa sér að andstæðingum sínum í Demókrataflokknum fremur en að beina sjónum sínum að keppinautum sínum innan eigin flokks og þar hefur Hillary Clinton helst fengið að heyra það. Sagði Trump að Clinton væri manneskja sem hefði fjölmarga galla og að hún væri versti mögulegi fulltrúi kvenna. Þá hélt Trump því fram að eina haldreipi Clinton í kosningabaráttunni væri sú staðreynd að hún væri kona. Þá saði Trump að Clinton væri óheiðarleg. „Við köllum hana óheiðarlegu Hillary (crooked Hillary) vegna þess að hún er óheiðarleg og hún hefur alltaf verið það,“ sagði Trump en Clinton hefur neitað að tjá sig um ummæli Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00 Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00 Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Strax rýnt í næstu varaforseta Forvali í forsetakosningum í Bandaríkjunum lýkur ekki fyrr en í júní, en fjölmiðlar eru nú þegar farnir að velta fyrir sér varaforsetaefnum flokkanna. Varaforsetaefnið verður kynnt á flokksþingi í júlí. 23. apríl 2016 07:00
Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu. 21. apríl 2016 07:00
Ætlar að breyta ímynd sinni eftir forvalið Yfirmaður framboðs Donald Trump segir að frambjóðandinn sýni ákveðinn karakter í forvalinu með tilgangi. 22. apríl 2016 12:00