Túrskattur heyrir sögunni til í New York Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. apríl 2016 20:29 Túrskattur er úr sögunni í New York. Vísir/Getty Allt stefnir í að New York ríki bætist næst í hóp þeirra ríkja Bandaríkjanna sem ákveðið hafa að afnema svokallaðan túrskatt en það er sá skattur kallaður sem leggst á dömubindi og túrtappa. Túrskatturinn svokallaði hefur verið talsvert til umræðu hér á landi. Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatt fyrir áramót þar sem lagt er til að skatturinn fari niður úr 24 prósentum niður í 11 prósent. Stuttu síðar bárust fregnir þess efnis að Frakkar hefðu lækkað túrskattinn úr 20 prósentum í 5,5 prósent.Ríkisstjórinn Andrew Cuomo á blaðamannafundi.Vísir/AFPGert er ráð fyrir því að ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, komi til með að skrifa undir lagabreytingu bráðlega sem afnemur skatt á ákveðnum hreinlætisvörum fyrir konur; svosem á túrtöppum og blautþurrkum. Breytingin fór í gegnum öldungadeild þingsins á mánudag. Sjá einnig: „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ „Við sögðumst ætla að vinna með löggjafarvaldinu í að afnema þennan skatt og við fögnum framtaki þeirra,“ sagði Dani Lever, talsmaður Cuomo, í samtali við BuzzFeed. Heiða Kristín og Bjarni Benediktsson.Vísir/Pjetur„Það að bollakökur og sirkus sýningar séu undanþegnar frá söluskatti í New York ríki en ekki blautþurrkur og túrtappar, vörur sem konur þurfa að notast við, er óskiljanlegt,“ sagði öldungardeildarþingmaðurinn Susan Serino í fréttatilkynningu en hún studdi breytingartillöguna. New York kemst með breytingunni í hóp fimm annarra ríkja sem þegar hafa samþykkt sambærilega breytingu en það eru Maryland, Massachusetts, Minnesota, New Jersey og Pennsylvania. Umræða hefur skapast um túrskatt hér á landi, Heiða Kristín Helgadóttir fyrrum þingmaður Bjartar Framtíðar vakti sérstaka athygli á málinu á þingi þar sem hún spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort til stæði að lækka skatt á nauðsynlegum hreinlætisvörum fyrir konur. Tengdar fréttir Vilja að túrskattur verði lækkaður Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. 3. desember 2015 11:09 "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Er það lúxus að fara á túr? Glamour skoðaði túrskattinn svokallaða. 18. desember 2015 14:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Allt stefnir í að New York ríki bætist næst í hóp þeirra ríkja Bandaríkjanna sem ákveðið hafa að afnema svokallaðan túrskatt en það er sá skattur kallaður sem leggst á dömubindi og túrtappa. Túrskatturinn svokallaði hefur verið talsvert til umræðu hér á landi. Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar lögðu fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatt fyrir áramót þar sem lagt er til að skatturinn fari niður úr 24 prósentum niður í 11 prósent. Stuttu síðar bárust fregnir þess efnis að Frakkar hefðu lækkað túrskattinn úr 20 prósentum í 5,5 prósent.Ríkisstjórinn Andrew Cuomo á blaðamannafundi.Vísir/AFPGert er ráð fyrir því að ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, komi til með að skrifa undir lagabreytingu bráðlega sem afnemur skatt á ákveðnum hreinlætisvörum fyrir konur; svosem á túrtöppum og blautþurrkum. Breytingin fór í gegnum öldungadeild þingsins á mánudag. Sjá einnig: „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ „Við sögðumst ætla að vinna með löggjafarvaldinu í að afnema þennan skatt og við fögnum framtaki þeirra,“ sagði Dani Lever, talsmaður Cuomo, í samtali við BuzzFeed. Heiða Kristín og Bjarni Benediktsson.Vísir/Pjetur„Það að bollakökur og sirkus sýningar séu undanþegnar frá söluskatti í New York ríki en ekki blautþurrkur og túrtappar, vörur sem konur þurfa að notast við, er óskiljanlegt,“ sagði öldungardeildarþingmaðurinn Susan Serino í fréttatilkynningu en hún studdi breytingartillöguna. New York kemst með breytingunni í hóp fimm annarra ríkja sem þegar hafa samþykkt sambærilega breytingu en það eru Maryland, Massachusetts, Minnesota, New Jersey og Pennsylvania. Umræða hefur skapast um túrskatt hér á landi, Heiða Kristín Helgadóttir fyrrum þingmaður Bjartar Framtíðar vakti sérstaka athygli á málinu á þingi þar sem hún spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort til stæði að lækka skatt á nauðsynlegum hreinlætisvörum fyrir konur.
Tengdar fréttir Vilja að túrskattur verði lækkaður Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. 3. desember 2015 11:09 "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Er það lúxus að fara á túr? Glamour skoðaði túrskattinn svokallaða. 18. desember 2015 14:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Vilja að túrskattur verði lækkaður Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. 3. desember 2015 11:09
"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04