"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2015 13:04 Heiða Kristín og Bjarni Benediktsson. Vísir/Pjetur „Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum. Alþingi Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Að þessu spurði Heiða Kristína Helgadóttir á Alþingi í dag. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsu nauðsynjavörum, sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Heiðu minnti að virðisaukaskattur á smokka og bleyjur verið lækkaður. Hins vegar hafi skattur á dömubindi og túrtappa verið ósnertur í 24 prósentum. „Ég tek undir með þeim konum sem spyrja: Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða spurði Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þessa skatta. Bjarni sagði breytingarnar sem Heiða nefndi hafa verið ætlaðar til að létta undir með barnafjölskyldum og nokkrir aðrir vöruflokkar hafi flotið með til samræmingar. „Við lögðum á þeim tíma mikla áherslu á að gera ungu fólki, sem að ljóst var að átti erfiðast af öllum að ná endum saman, eitthvað auðveldara að ná því markmiði.“ Varðandi frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu sagði Bjarni að vinnan hefði fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og að einfalda kerfið. Stórt skref hefði verið tekið þegar almenna þrepinu var breytt í 24 prósent fyrr á kjörtímabilinu auk öðrum breytingum. „Það væri svo auðvelt að halda áfram að telja upp ýmislegt sem svo sem ágætt væri að hafa í lægra virðisaukaskattsþrepi, en þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: Viljum við hafa almennt þrep og fáar undanþágur eða ætlum við að vera með einhverskonar tveggja þrepa kerfi þar sem við dreifum þessu jafnt á þrepin?“ Bjarni sagði sína skoðun vera að virðisaukakerfið á Íslandi ætti að vera sterkt og að reyna ætti að draga áfram úr bilinu á milli þrepanna, fækka undanþágum og fleira. Það myndi veita svigrúm til að draga úr beinum sköttum. Heiða sagðist skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á áðurnefndum vörum.
Alþingi Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira