Enski boltinn

Solskjær ánægður með Eið Smára: Súperframmistaða hjá Guðjohnsen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Vilhelm
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Molde, var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen í 4-2 sigri Molde á Lilleström í kvöld.

Hinn 37 ára gamli Eiður Smári Guðjohnsen opnaði markareikning sinn í norsku úrvalsdeildinni í leiknum og átti einnig glæsilega stoðendingu í fyrsta marki liðsins.

„Hann hefur verið alveg frábær síðan að hann kom. Hann verður bara betri og betri. Maður trúir því varla að hann sé 37 ára gamall," sagði Ole Gunnar Solskjær meðal annars við Verdens Gang eftir leikinn.  Ole Gunnar Solskjær lék með Manchester United þegar Eiður Smári sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni um aldarmótin.

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði markið sitt úr vítaspyrnu og var það fjóðra mark liðsins í leiknum. Það var einmitt frábær sending frá Eiði sem gaf Fredrik Gulbrandsen færi á því að fiska vítið.

Það má sjá markið og stoðsendinguna hjá Eiði Smára í myndbandi hjá Verdens Gang.


Tengdar fréttir

Held að enginn af okkur geri sér grein fyrir hversu stórt þetta er

Íslenska landsliðið leikur tvo æfingaleiki í þessum mánuði. Gegn Dönum þann 24. mars og svo gegn Grikkjum fimm dögum síðar. Þetta verða síðustu leikir liðsins áður en EM-hópurinn verður valinn. Hann verður valinn þann 9. maí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×