Fótbolti

Eiður velur fimm manna draumalið | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alvöru lið.
Alvöru lið. vísir/vilhelm/getty
Eiður Smári Guðjohnsen var fenginn til að velja fimm manna draumalið sitt fyrir heimasíðu FIFA.

Eiður hefur spilað með mörgum af bestu fótboltamönnum síðari ára og valið var því eflaust erfitt.

Eiður endaði á því að velja þá Petr Cech, Marcel Desailly, Andres Iniesta, Lionel Messi og Ronaldo í liðið sem er býsna óárennilegt.

Íslenski landsliðsmaðurinn segist tilbúinn að spila en viðurkennir að hann myndi líklega ekki komast í liðið.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá Eið velja draumaliðið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×