Fótbolti

Eiður Smári með fyrsta sigurinn í Noregi

Eiður Smári spilaði allan leikinn í sigri Molde.
Eiður Smári spilaði allan leikinn í sigri Molde. vísir/moldefk.no
Eiður Smári Guðjohnsen vann sinn fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar Molde vann 2-1 sigur á Stabæk.

Birger Meling kom Stabæk yfir á 27. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Mohamed Elyounoussi jafnaði metin á 66. mínútu fyrir Molde og hann var ekki hættur.

Hann tryggði Molde svo sigurinn níu mínútum síðar og Molde því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Stabæk er með núll stig.

Eiður Smári spilaði allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×