Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2016 14:00 Abdeslam á hlaupum skömmu áður en hann var særður. Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Lögmaður hans segir hann ekki starfa með lögreglu í skiptum fyrir vægari refsingu. Þá hefur lögreglan borið kennsl á vitorðsmann hans, sem enn leikur lausum hala. Vitorðsmaðurinn heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall. DNA úr honum fannst í íbúð þar sem fjórir lögregluþjónar særðust í áhlaupi á íbúðina og Abdeslam og Laachraoui komust undan. Þriðji maðurinn Mohammed Belkaid, var skotinn til bana af lögreglu. Hann var innflytjandi frá Alsír.Lögreglan í Brussel hefur birt þessa mynd af Najim Laachraoui.Vitað er að Laachraoui ferðaðist til Sýrlands í febrúar 2013 en lögreglan í Belgíu hefur biðlað til almennings að vera á varðbergi gagnvart honum. Auk hans er einnig leitað að Mohamed Abrini, en hann var með Abdeslam á bensínstöð tveimur dögum fyrir árásirnar í París. Samkvæmt saksóknurum í Brussel er vitað til þess að Abdeslam hafi tvisvar sinnum ferðast til Búdapest í Ungverjalandi í september. Tveir aðrir menn hafi verið með honum í för en þeir notuðust við fölsuð skilríki. Á þeim skilríkjum hétu þeir Samir Bouzid og Soufiane Kayal. Í ljós er komið að Kayal og Laachraoui eru sami maðurinn og telja yfirvöld líklegt að Bouzid sé Mohammed Belkaid. Franskur saksóknari sagði frá því um helgina að Abdeslam hefði ætlað að sprengja sig í loft upp í París, en hafi hætt við. Lögmaður hans hefur nú höfðað mál gegn saksóknaranum fyrir að brjóta gegn trúnaði. Þá ætlar Abdeslam að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands. Þá sagði utanríkisráðherra Belgíu í gær að Abdeslam hefði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel þegar hann var handtekinn. Nýtt myndband af handtökunni hefur nú litið dagsins ljós, þar sem sjá má að Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06 Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Lögmaður hans segir hann ekki starfa með lögreglu í skiptum fyrir vægari refsingu. Þá hefur lögreglan borið kennsl á vitorðsmann hans, sem enn leikur lausum hala. Vitorðsmaðurinn heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall. DNA úr honum fannst í íbúð þar sem fjórir lögregluþjónar særðust í áhlaupi á íbúðina og Abdeslam og Laachraoui komust undan. Þriðji maðurinn Mohammed Belkaid, var skotinn til bana af lögreglu. Hann var innflytjandi frá Alsír.Lögreglan í Brussel hefur birt þessa mynd af Najim Laachraoui.Vitað er að Laachraoui ferðaðist til Sýrlands í febrúar 2013 en lögreglan í Belgíu hefur biðlað til almennings að vera á varðbergi gagnvart honum. Auk hans er einnig leitað að Mohamed Abrini, en hann var með Abdeslam á bensínstöð tveimur dögum fyrir árásirnar í París. Samkvæmt saksóknurum í Brussel er vitað til þess að Abdeslam hafi tvisvar sinnum ferðast til Búdapest í Ungverjalandi í september. Tveir aðrir menn hafi verið með honum í för en þeir notuðust við fölsuð skilríki. Á þeim skilríkjum hétu þeir Samir Bouzid og Soufiane Kayal. Í ljós er komið að Kayal og Laachraoui eru sami maðurinn og telja yfirvöld líklegt að Bouzid sé Mohammed Belkaid. Franskur saksóknari sagði frá því um helgina að Abdeslam hefði ætlað að sprengja sig í loft upp í París, en hafi hætt við. Lögmaður hans hefur nú höfðað mál gegn saksóknaranum fyrir að brjóta gegn trúnaði. Þá ætlar Abdeslam að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands. Þá sagði utanríkisráðherra Belgíu í gær að Abdeslam hefði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel þegar hann var handtekinn. Nýtt myndband af handtökunni hefur nú litið dagsins ljós, þar sem sjá má að Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06 Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06
Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30
Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28
Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28
Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01
Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40