Opinskár fundur á Kúbu Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. mars 2016 07:00 Raul Castro Kúbuforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti í Byltingarhöllinni í Havana. Fréttablaðið/EPA Mannréttindamál voru meðal þess sem Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við Raul Castro Kúbuforseta þegar þeir hittust í Havana á Kúbu í gær. Obama kom þangað í opinbera heimsókn á sunnudag en heldur aftur heim til Bandaríkjanna síðar í dag. Þeir Castro og Obama ræddu saman á löngum fundi í Byltingarhöllinni í Havana. Að loknum fundinum sagðist Obama fagna því að Castro hafi einnig gagnrýnt mannréttindamál í Bandaríkjunum, fátækt og aukinn ójöfnuð: „Við fögnum því að hafa átt þessar uppbyggilegu samræður, því við trúum því að við getum dregið af því lærdóm og bætt líf þjóða okkar.” Meðal annars ræddu þeir um aukin viðskipti milli landanna. Bandarísk stórfyrirtæki eru mörg hver áfjáð í að stofna til viðskipta á Kúbu. Obama skýrði meðal annars frá því að tæknirisinn Google hefði gert samninga um að efla mjög netsamband á Kúbu, en netþjónusta hefur verið þar af skornum skammti. „Það væri hægt að gera svo miklu meira ef viðskiptabanni Bandaríkjanna væri aflétt,” sagði Castro á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra. Viðskiptabannið hefur átt stóran þátt í að halda niðri efnahagslífi Kúbu áratugum saman. Í dag hyggst Obama svo ávarpa kúbversku þjóðina beint í gamla þjóðleikhúsinu í Havana, glæsibyggingu sem notuð er undir listviðburði af ýmsu tagi. Þetta er í þriðja sinn sem þeir Castro og Obama hittast frá því í desember 2014, þegar þeir skýrðu frá því að stjórnmálatengsl yrðu tekin upp á milli landanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið The New York Times birti í gær, eru 62 prósent Bandaríkjamanna ánægð með að Kúba og Bandaríkin taki upp stjórnmálatengsl. Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna telja hins vegar líklegt að þetta verði til þess að Kúbverjar taki upp lýðræðislegt stjórnarfar. Þá eru nærri 60 prósent fylgjandi því að Bandaríkin láti af refsiaðgerðum sínum gegn Kúbu. Obama hefur hvatt Bandaríkjaþing til þess að hætta viðskiptaþvingunum gegn Kúbu, en repúblikanar hafa þar þingmeirihluta og þykja ólíklegir til að verða við þeirri ósk. Bandarískir og kúbverskir ráðamenn hafa einnig notað þessa heimsókn til þess að vinna að friðarsamningum milli stjórnvalda í Kólumbíu og FARC-skæruliðanna, sem hafa áratugum saman barist þar gegn stjórninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Mannréttindamál voru meðal þess sem Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi við Raul Castro Kúbuforseta þegar þeir hittust í Havana á Kúbu í gær. Obama kom þangað í opinbera heimsókn á sunnudag en heldur aftur heim til Bandaríkjanna síðar í dag. Þeir Castro og Obama ræddu saman á löngum fundi í Byltingarhöllinni í Havana. Að loknum fundinum sagðist Obama fagna því að Castro hafi einnig gagnrýnt mannréttindamál í Bandaríkjunum, fátækt og aukinn ójöfnuð: „Við fögnum því að hafa átt þessar uppbyggilegu samræður, því við trúum því að við getum dregið af því lærdóm og bætt líf þjóða okkar.” Meðal annars ræddu þeir um aukin viðskipti milli landanna. Bandarísk stórfyrirtæki eru mörg hver áfjáð í að stofna til viðskipta á Kúbu. Obama skýrði meðal annars frá því að tæknirisinn Google hefði gert samninga um að efla mjög netsamband á Kúbu, en netþjónusta hefur verið þar af skornum skammti. „Það væri hægt að gera svo miklu meira ef viðskiptabanni Bandaríkjanna væri aflétt,” sagði Castro á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra. Viðskiptabannið hefur átt stóran þátt í að halda niðri efnahagslífi Kúbu áratugum saman. Í dag hyggst Obama svo ávarpa kúbversku þjóðina beint í gamla þjóðleikhúsinu í Havana, glæsibyggingu sem notuð er undir listviðburði af ýmsu tagi. Þetta er í þriðja sinn sem þeir Castro og Obama hittast frá því í desember 2014, þegar þeir skýrðu frá því að stjórnmálatengsl yrðu tekin upp á milli landanna. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið The New York Times birti í gær, eru 62 prósent Bandaríkjamanna ánægð með að Kúba og Bandaríkin taki upp stjórnmálatengsl. Einungis 40 prósent Bandaríkjamanna telja hins vegar líklegt að þetta verði til þess að Kúbverjar taki upp lýðræðislegt stjórnarfar. Þá eru nærri 60 prósent fylgjandi því að Bandaríkin láti af refsiaðgerðum sínum gegn Kúbu. Obama hefur hvatt Bandaríkjaþing til þess að hætta viðskiptaþvingunum gegn Kúbu, en repúblikanar hafa þar þingmeirihluta og þykja ólíklegir til að verða við þeirri ósk. Bandarískir og kúbverskir ráðamenn hafa einnig notað þessa heimsókn til þess að vinna að friðarsamningum milli stjórnvalda í Kólumbíu og FARC-skæruliðanna, sem hafa áratugum saman barist þar gegn stjórninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent