Erlent

Segir Abdeslam „þyngdar sinnar virði í gulli“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Saleh Abdeslam er nú haldið í fangelsi í Brugge í Belgíu.
Saleh Abdeslam er nú haldið í fangelsi í Brugge í Belgíu. Vísir/AFP
Verjandi Salah Abdeslam, sem handtekinn var í Brussel á föstudag, grunaður um að hafa komið að því að skipuleggja hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember, segir að skjólstæðingur sinn sé „þyngdar sinnar virði í gulli“ fyrir þá sem rannsaka árásirnar.

„Hann sýnir samstarfsvilja... Hann er ekki að nota þann rétt sinn að segja ekki frá,“ segir verjandinn Sven Mary. Þá segir hann að skjólstæðingur sinn starfi ekki með lögreglunni til að vægari refsingu.

Abdeslam er sá eini sem tók þátt í árásunum á París sem er á lífi. Hann var handtekinn í áhlaupi lögreglu á föstudag og hefur verið í yfirheyrslum síðan. Hann berst nú gegn því að vera framseldur til Frakklands en hann var á hlaupum undan lögreglunni þegar skotið var á hann á föstudag og hann handtekinn í kjölfarið.

Lögreglan leitar nú vitorðsmanns Abdeslam en hann heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×