Erlent

Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á hryðjuverkunum í Belgíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Brussel í morgun.
Frá Brussel í morgun.
Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á hryðjuverkaárásunum í Brussel, höfuðborg Belgíu í morgun.Guardian og Independent eru meðal miðla sem greina frá þessu. 34 eru látnir eftir sprengingarnar og á annað hundrað særðir. 

Í yfirlýsingu frá ISIS kemur fram að byssumenn á vegum hryðjuverkasamtakanna hafi hleypt af skotum í Zaventem flugstöðinni áður en nokkrir þeirra sprengdu sjálfa sig í loft upp með til þess gerðum beltum. Þá hafi einn úr samtökunum sprengt sig í loft upp í lestarvagni á Maalbeek neðanjarðarlestarstöðinni.

Belgía var skotmarkið sökum þess að landið vinnur ásamt öðrum þjóðum gegn Íslamska ríkinu, að því er segir í yfirlýsingu ISIS.

Belgíska lögreglan hefur óskað eftir aðstoð almennings við að finna út nöfn og upplýsingar um menn sem sjást á öryggismyndavél úr flugstöðvarbyggingunni. Þrír menn eru á myndinni sem lögreglan hefur birt en grunur leikur á að einn þeirra, sem er hvítklæddur, sé viðriðinn árásina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×