Erlent

Nýjar drónamyndir sýna eyðilegginguna í Palmyra

Atli Ísleifsson skrifar
Liðsmenn ISIS sprengdu meðal annars hofin Baal Shamin og Bel í Palmyra, auk frægs turns og sigurboga.
Liðsmenn ISIS sprengdu meðal annars hofin Baal Shamin og Bel í Palmyra, auk frægs turns og sigurboga. Vísir/AFP
Nýjar myndir sem teknar eru úr dróna sýna þær skemmdir sem hafa verið unnar af liðsmönnum ISIS í fornu borginni Palmyra í Sýrlandi.

Sýrlenski stjórnarherinn hrakti á dögunum liðsmenn ISIS frá borginni.

Þó að miklar skemmdir hafi verið unnar á fornminjunum í Palmyra og einstaka byggingar sprengdar í sundur þá stendur enn stóru hluti minjanna.

Á meðal þeirra staða sem enn standa er hringleikahúsið sem ISIS hafði notað sem aftökustað á þeim tíu mánuðum sem samtökin réð yfir staðnum.

Palmyra er um 200 kílómetrum norðaustur af sýrlensku höfuðborginni Damaskus og var ein af helstu menningarborgum heimsins fyrir aldirnar eftir Krists burð.

Liðsmenn ISIS sprengdu meðal annars hofin Baal Shamin og Bel í Palmyra, auk frægs turns og sigurboga.

Sjá má myndir sem teknar eru úr dróna í myndbandinu að neðan.


Tengdar fréttir

Sýrlenski herinn sækir frá Palmyra

Her ríkisstjórnar Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, auk flughers Rússa, sækir nú að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki frá borginni Palmyra sem Sýrlandsher hertók á sunnudag. Áður höfðu sveitir Íslamska ríkisins farið með völdin í borginni mánuðum saman og brotið þar niður fornminjar og hof.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×