Ranieri vill ekki bara halda Vardy og Mahrez heldur líka manninum sem fann þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2016 14:00 Claudio Ranieri og Steve Walsh vinna vel saman. vísir/getty Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, mun hafa nóg að gera í sumar að berja frá sér tilboð stórliðanna í bestu menn liðsins; Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante. Vardy skrifaði vissulega undir nýjan þriggja ára samning fyrr á leiktíðinni og er ekki með neitt riftunarverð í samningnum, en það mun tæplega stöðva stærstu liðin í að bjóða í framherjann sem er markahæstur í úrvalsdeildinni. Auk þess að halda þessum leikmönnum er lykilatriði Ranieri, að eigin sögn, að halda ofurnjósnaranum og aðstoðarknattspyrnustjóra liðsins, Steve Walsh. Það er maðurinn sem fann Vardy, Mahrez og Kante, en þremenningarnir, sem verða vafalítið allir í liði ársins, kostuðu Leicester sama og ekki neitt. Þetta kemur fram í breskum miðlum í dag. „Það er mjög mikilvægt að halda honum. Ég bað hann um að skrifa undir samning á sama tíma og ég því við eigum gott samstarf. Ég vil heldur að allir séu ánægðir með mér og með sinn samning. Því fyrr sem hann skrifar undir því betra,“ segir Ranieri. Leicester var næstum því búið að missa Walsh fyrr á leiktíðinni þegar Arsenal stal manninum á bakvið leikmannakaupin hjá Refunum. Eða svo hélt Arsene Wenger. Arsenal stal Ben Wrigglesworth, yfirmanni njósnadeildar Leicester, og gerði við hann langtíma samning. Það sem Arsenal vissi ekki var að Walsh var maðurinn á bakvið kaupin góðu og ætlar Leicester nú að negla hann niður áður en önnur stórlið reyna að klófesta hann. „Ég kynntist Steve fyrir löngu síðan þegar við vorum saman hjá Chelsea. Hann sinnti góðu starfi þar og hefur gert það sama hér. Við erum að leita að góðum leikmönnum um alla Evrópu,“ segir Claudio Ranieri. Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester, mun hafa nóg að gera í sumar að berja frá sér tilboð stórliðanna í bestu menn liðsins; Jamie Vardy, Riyad Mahrez og N'Golo Kante. Vardy skrifaði vissulega undir nýjan þriggja ára samning fyrr á leiktíðinni og er ekki með neitt riftunarverð í samningnum, en það mun tæplega stöðva stærstu liðin í að bjóða í framherjann sem er markahæstur í úrvalsdeildinni. Auk þess að halda þessum leikmönnum er lykilatriði Ranieri, að eigin sögn, að halda ofurnjósnaranum og aðstoðarknattspyrnustjóra liðsins, Steve Walsh. Það er maðurinn sem fann Vardy, Mahrez og Kante, en þremenningarnir, sem verða vafalítið allir í liði ársins, kostuðu Leicester sama og ekki neitt. Þetta kemur fram í breskum miðlum í dag. „Það er mjög mikilvægt að halda honum. Ég bað hann um að skrifa undir samning á sama tíma og ég því við eigum gott samstarf. Ég vil heldur að allir séu ánægðir með mér og með sinn samning. Því fyrr sem hann skrifar undir því betra,“ segir Ranieri. Leicester var næstum því búið að missa Walsh fyrr á leiktíðinni þegar Arsenal stal manninum á bakvið leikmannakaupin hjá Refunum. Eða svo hélt Arsene Wenger. Arsenal stal Ben Wrigglesworth, yfirmanni njósnadeildar Leicester, og gerði við hann langtíma samning. Það sem Arsenal vissi ekki var að Walsh var maðurinn á bakvið kaupin góðu og ætlar Leicester nú að negla hann niður áður en önnur stórlið reyna að klófesta hann. „Ég kynntist Steve fyrir löngu síðan þegar við vorum saman hjá Chelsea. Hann sinnti góðu starfi þar og hefur gert það sama hér. Við erum að leita að góðum leikmönnum um alla Evrópu,“ segir Claudio Ranieri.
Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Sjá meira