Erlent

Carson lýsir yfir stuðningi við Donald Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump og Ben Carson.
Donald Trump og Ben Carson. Vísir/AFP
Bandaríski taugaskurðlæknirinn Ben Carson hefur lýst yfir stuðningi við Donald Trump í baráttunni um að verða frambjóðandi repúblikanaflokksins.

Carson dró sig nýverið framboð sitt til baka eftir að honum hafði gengið illa í forkosningum Repúblikanaflokksins.

Carson lýsti yfir stuðningi við Trump á fréttamannafundi í Flórída fyrr í dag en forkosningar fara þar fram á þriðjudag og er til mikils að vinna.

Carson er annar fyrrverandi frambjóðandi Repúblikanaflokksins til að lýsa yfir stuðningi við Trump, en Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, gerði slíkt hið sama í lok síðasta mánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×