Firmino: Klopp er sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2016 09:30 Jürgen Klopp og Roberto Firmino. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Roberto Firmino er ekki í vafa um að Jürgen Klopp sé besti knattspyrnustjórinn sem hann hefur spilað fyrir. Hann þakkar Klopp frammistöðu sína að undanförnu en brasilíski framherjinn byrjaði ekki vel hjá Liverpool en það breyttist við komu Þjóðverjans. Roberto Firmino hefur farið á kostum á nýju ári og hefur nú skorað sjö mörk og gefið fjórar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. „Hann er besti knattspyrnustjórinn sem ég hef unnið með. Ég segi þetta ekki af því að hann velur mig alltaf í liðið. Ég segi það vegna hans hugsunarháttar og hans persónuleika," sagði Roberto Firmino í viðtali í mánaðartímariti Liverpool FC. „Hann gefur öllum leikmönnum sjálfstraust. Hann gerir sér vel grein fyrir því hvað býr í hverju leikmanni og það nægir honum að segja eitt eða tvö orð við mann og þá fyllist maður bæði sjálfstrausti og finnur traust," sagði Firmino. „Ég held að það líki öllum að spila fyrir hann og við erum að bæta okkur sem lið þökk sé honum," sagði Firmino. Klopp hafði kynnst Firmino í þýsku úrvalsdeildinni þegar Brasilíumaðurinn spilaði með Hoffenheim. „Hoffenheim er lítill klúbbur og það var því erfitt að mæta liði eins Dortmund. Ég skoraði gegn þeim og við unnum svo að stjórinn hafði því séð mig áður," sagði Firmino. Jürgen Klopp hefur bæði notað Roberto Firmino sem framherja og sem sóknarmiðjumann. „Ég nýt þess að spila sem framherji. Ég er samt hér til að hjálpa liðinu og er því ánægður svo lengi sem ég fær að spila. Það áskorun að spila á miðjunni en ég er vel undirbúinn fyrir hana," sagði Firmino.Jürgen Klopp og Roberto Firmino.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Benteke tryggði Liverpool þriðja sigurinn í röð | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 6. mars 2016 15:30 Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Brasilíumaðurinn Roberto Firmino er ekki í vafa um að Jürgen Klopp sé besti knattspyrnustjórinn sem hann hefur spilað fyrir. Hann þakkar Klopp frammistöðu sína að undanförnu en brasilíski framherjinn byrjaði ekki vel hjá Liverpool en það breyttist við komu Þjóðverjans. Roberto Firmino hefur farið á kostum á nýju ári og hefur nú skorað sjö mörk og gefið fjórar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2016. „Hann er besti knattspyrnustjórinn sem ég hef unnið með. Ég segi þetta ekki af því að hann velur mig alltaf í liðið. Ég segi það vegna hans hugsunarháttar og hans persónuleika," sagði Roberto Firmino í viðtali í mánaðartímariti Liverpool FC. „Hann gefur öllum leikmönnum sjálfstraust. Hann gerir sér vel grein fyrir því hvað býr í hverju leikmanni og það nægir honum að segja eitt eða tvö orð við mann og þá fyllist maður bæði sjálfstrausti og finnur traust," sagði Firmino. „Ég held að það líki öllum að spila fyrir hann og við erum að bæta okkur sem lið þökk sé honum," sagði Firmino. Klopp hafði kynnst Firmino í þýsku úrvalsdeildinni þegar Brasilíumaðurinn spilaði með Hoffenheim. „Hoffenheim er lítill klúbbur og það var því erfitt að mæta liði eins Dortmund. Ég skoraði gegn þeim og við unnum svo að stjórinn hafði því séð mig áður," sagði Firmino. Jürgen Klopp hefur bæði notað Roberto Firmino sem framherja og sem sóknarmiðjumann. „Ég nýt þess að spila sem framherji. Ég er samt hér til að hjálpa liðinu og er því ánægður svo lengi sem ég fær að spila. Það áskorun að spila á miðjunni en ég er vel undirbúinn fyrir hana," sagði Firmino.Jürgen Klopp og Roberto Firmino.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Benteke tryggði Liverpool þriðja sigurinn í röð | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 6. mars 2016 15:30 Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30
Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30
Benteke tryggði Liverpool þriðja sigurinn í röð | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið Christian Benteke tryggði Liverpool dramatískan 1-2 sigur á Crystal Palace í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 6. mars 2016 15:30
Liverpool hefndi ófaranna gegn City | Sjáið mörk Liverpool Liverpool náði að hefna ófaranna síðan úr úrslitaleik enska deildarbikarsins á sunnudaginn gegn Manchester City, en Liverpool vann viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld 3-0. 2. mars 2016 21:45