Erlent

Mikilvægur dagur fyrir frambjóðendur stóru flokkanna

Atli Ísleifsson skrifar
Tryggi Donald Trump sér sigur í Flórída og Ohio-ríki mun það verulega auka þrýsting á andstæðinga hans að draga sig í hlé.
Tryggi Donald Trump sér sigur í Flórída og Ohio-ríki mun það verulega auka þrýsting á andstæðinga hans að draga sig í hlé. Vísir/AFP
Donald Trump gæti farið langt með að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaframbjóðandi flokksins í forkosningunum sem fram fara í dag.

Tryggi Trump sér sigur í Flórída og Ohio-ríki myndi það verulega auka þrýsting á andstæðinga hans að draga sig í hlé.

Forkosningar Rebúblikana fara fram í Flórída, Ohio, Illinois, Norður-Karólínu og Missouri í dag og má fastlega búast við að John Kasich, ríkisstjóri Ohio, og Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, muni hætta kosningabaráttu sína, vinni þeir ekki sigur í heimaríkjum sínum.

Í frétt Reuters segir að skoðanakannanir sýni að Trump sé með forskot á Rubio í Flórída en að þeir Kasich mælist hnífjafnir í Ohio. Kosningarnar í Flórída og Ohio eru sérstaklega mikilvægar hjá Repúblikönum þar sem sigurvegarinn hlýtur alla þá kjörmenn sem í boði er – 99 í Flórída og 66 í Ohio.

Forkosningar Demókrata í ríkjunum fimm fara einnig fram í dag, þar sem kannanir benda til að Hillary Clinton sé með öruggt forskot á Bernie Sanders í Flórída og Norður-Karólínu, en Sanders hefur verið að sækja í sig veðrið í Ohio, Illinois og Missouri.


Tengdar fréttir

Trump segir Sanders bera ábyrgð á ofbeldi á framboðsfundum

Donald Trump, frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, segir að óeirðirnar sem brutust út á framboðsfundi hans í Chicago síðastliðið föstudagskvöld og á laugardaginn séu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali demókrata, að kenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×