Nektarmyndir og myndbönd af konunum voru birtar á 4Chan og hefur atvikið hlotið tvö nöfn. Annars vegar The Fappening og hins vegar Celebgate.
Lengi vel var talið að hakkarinn hefði brotist inn í reikninga kvennanna og mynduðust miklar umræður um öryggi vefsvæða Apple og Google, en nú hefur komið í ljós að svo var ekki. Hann þóttist vera starfa fyrir fyrirtækin og sendi konunum tölvupósta og í raun gabbaði þær til þess að gefa upp notendanöfn og lykilorð.
Samkvæmt Washington Post notaði Collins þessa leið til að komast inn í um 50 iCloud reikninga og 73 Gmail reikninga frá nóvember 2012 til september 2014.
Myndirnar og myndböndin voru birt í september 2014. Rannsakendur hafa þó ekki fundið bein tengsl á milli Collins og birtingarinnar. Hann hefur ekki verið ákærður fyrir birtinguna.