Erlent

Segir fræga fólkið heimskt að setja nektarmyndir á netið

Atli Ísleifsson skrifar
Günther Oettinger, verðandi framkvæmdastjóri stafrænna mála hjá ESB, var tekinn í yfirheyrslu í Evrópuþinginu í gær.
Günther Oettinger, verðandi framkvæmdastjóri stafrænna mála hjá ESB, var tekinn í yfirheyrslu í Evrópuþinginu í gær. Vísir/AFP
Günther Oettinger, verðandi framkvæmdastjóri stafrænna mála hjá ESB, hefur neitað að biðjast afsökunar á orðum sínum um að frægir einstaklingar væru heimskir þar sem þau hafa látið taka nektarmyndir af sjálfum sér sem var síðar lekið á netið.

Oettinger var harðlega gagnrýndur fyrir orð sín á borð við: „Heimska er eitthvað sem einungis er hægt að bjarga fólki frá að hluta.“

Evrópuþingmaðurinn Julia Reda sagðist ekki trúa því að Oettinger hafi látið orðin falla, en tilnefndir framkvæmdastjórar sæta nú yfirheyrslum í Evrópuþinginu sem þarf að samþykkja framkvæmdastjórn Jean-Claude Juncker í heild sinni áður en hún getur tekið til starfa.

„Maðurinn sem sækir nú um að ráða yfir því að efla traust á netinu til að Evrópumenn geti stundað aukin viðskipti á netinu, var að kenna þeim um sem búa yfir persónulegum gögnum sem var stolið og dreift án heimildar,“ sagði Reda í bloggfærslu, en hún á sæti fyrir Pírata á Evrópuþinginu. „Hann kemur siðferðislegu skuldinni alfarið á fórnarlömbin, frekar en brotamennina.“

Oettinger var í þinginu spurður út í mál þar sem nektarmyndum af áttatíu frægum leik- og söngkonum var stolið og þeim lekið á netið. Voru leikkonan Jennifer Lawrence og söngkonan Rihanna meðal fórnarlambanna.

„Ef einhver er svo heimskur að vera fræg persóna, taka nektarmyndir af sjálfum sér og setja þær á netið, þá geta þeir hinir sömu ekki búist við því af okkur að bjarga þeim. Ég á við, heimska er eitthvað sem einings hægt að bjarga fólki frá að hluta.“


Tengdar fréttir

FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn

Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×