Samkomulagið við Tyrkland gagnrýnt Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. mars 2016 07:00 Flóttamaður í Tyrklandi kveikir í buxum til að búa til lítinn varðeld, skammt frá landamærabænum Idomeni þar sem tugir þúsunda flóttamanna bíða átekta. Nordicphotos/AFP Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins við Tyrkland geti stangast á við bæði alþjóðlega mannréttindasáttmála og reglur Evrópusambandsins sjálfs. „Fjöldabrottrekstur útlendinga er bannaður samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði Vincent Cochetel, svæðisstjóri Flóttamannastofnunarinnar í Evrópu. Slíkt myndi stangast á við bæði Evrópulög og alþjóðalög. Hann segir líka fráleitt að hægt verði að stöðva flóttamannastrauminn frá Sýrlandi með þessum ráðstöfunum: „Á meðan ekki er búið að finna lausn á átökunum, þá er það bara hugarburður að halda að fólk muni ekki reyna að koma sér burt.“ Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, sagðist hafa verulegar áhyggjur af því að ekki verði tekið nægilegt tillit til alþjóðareglna: „Því aðeins má senda hælisleitanda til þriðja ríkis ef það ríki taki á sig ábyrgðina á því að meta efnislega umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir hann. Meginkjarninn í samkomulaginu, sem rætt var á leiðtogafundi Tyrklands og Evrópusambandsins á mánudag, snýst um að hér eftir verði öllu flóttafólki, sem kemur til Grikklands frá Tyrklandi, snúið aftur til Tyrklands. Á móti skuldbindi Evrópusambandið sig til þess að taka við einum sýrlenskum flóttamanni, sem kominn er til Tyrklands, í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem Tyrkir taka við frá Grikklandi. Að auki muni ESB hraða samningum um að Tyrkir þurfi ekki lengur vegabréfsáritun til að ferðast til ESB-ríkjanna, ásamt því hraða eitthvað aðildarviðræðum Tyrkja. Áfram verður unnið að nánari útfærslu samkomulagsins, en til stendur að afgreiða það á leiðtogafundi Evrópusambandsins dagana 17. og 18. mars næstkomandi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samkomulagið marki tímamót verði það að veruleika. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir að ætla að stóla algerlega á að Tyrkland leysi vandann fyrir Evrópusambandið. Hluti af samkomulaginu verður að hraða þriggja milljóna evra greiðslu frá Evrópusambandinu til Tyrklands, sem lofað var í október, auk þess sem Tyrkir hafa nú óskað eftir frekari greiðslum. „Í Tyrklandi eru nær þrjár milljónir flóttamanna og landið hefur lagt gríðarmikið af mörkum árum saman,“ segir William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunarinnar S.Þ. í Evrópu, „en á þó í mesta basli með að sinna grunnþörfum síaukins fjölda Sýrlendinga.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04 Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44 Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00 Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Drög að samkomulagi Tyrkja og ESB liggja fyrir Leiðtogar Evrópusambandsins og Tyrklands virðast vera að ná saman um áætlun sem ætlað er að stemma stigu við komu flóttamanna til Evrópu. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, sagði að ólöglegum innflytjendum sem komi til Grikklands verði vísað aftur til Tyrklands. 8. mars 2016 07:04
Lýsa yfir áhyggjum á fyrirhuguðum samningi ESB og Tyrklands Mannréttindasamtökin Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra samninga Evrópusambandsins og Tyrklands um lausn á flóttamannavandanum. 8. mars 2016 14:44
Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands. 8. mars 2016 07:00
Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Framkvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segist þreyttur á tali um að flóttafólk sé að sækja í betri lífskjör. 8. mars 2016 21:15