Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 21:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu.
Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira