Mikill meirihluti flóttamanna í Evrópu að flýja langvarandi stríðsátök Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2016 21:15 Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu segir það brjóta gegn alþjóðalögum að senda heilu hópanna af flóttamönnum til baka til Tyrklands frá ríkjum Evrópu. Menn verði að gera sér grein fyrir að meirihluti flóttmannanna sé að flýja langvarandi stríðsátök. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu með Tyrkjum í gær um tilboð þeirra um að taka aftur við öllum flóttamönnum sem farið hafa þaðan til Grikklands og annarra ríkja Evrópusambandsins. Hvað felst nákvæmlega í drögum að samkomulagi þar um verður ekki upplýst fyrr en á leiðtogafundi í næstu viku. Vincent Cochetel, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu, segir þetta brjóta í bága við alþjóðalög. „Þannig að samningur sem fæli í sér algeran flutning heilu hópanna af útlendingum til annars lands er ekki í samræmi við evrópsk lög og sáttmála, samræmist ekki alþjóðalögum,“ segir Cochetel. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag til að ræða flóttamannamálin við forsætisráðherra Tyrklands. Hann ítrekaði að Evrópusambandsríkin yrðu að standa við loforð um að taka við 160 þúsund flóttamönnum sem nú eru í Grikklandi en þau hafa aðeins tekið við nokkur hundruð þeirra. Á meðan streyma flóttamenn í hundruða og þúsundatali á hverjum degi til Grikklands. En vaxandi umræður um að stór hluti flóttamannanna sé í raun förufólk í leit að betri efnahag fer fyrir brjóstið á talsmanni Sameinuðu þjóðanna. „Ég verð að segja að ég er orðinn aðeins þreyttur á að heyra talað um óreglulega förumenn þegar við vitum að 91 prósent þeirra sem koma til Grikklands eru Afganar, Írakar og Sýrlendingar sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu. Vegna átaka, vegna brota á mannréttindum í löndum þeirra. Þetta er ekki fólk sem er að leita að betri efnahagslegri afkomu í framtíðinni. Þetta er fólk á flótta undan átökum sem enn sér ekki fyrir endann á,“ segir framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Evrópu.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira