Erlent

Rúmlega sjötíu fórust í árekstri í Gana

Atli ÍSleifsson skrifar
Rútan var á leið frá Kumasi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Rútan var á leið frá Kumasi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty

Að minnsta kosti 71 maður fórst og þrettán manns slösuðust alvarlega í árekstri farþegarútu og vörubíls nærri Kintampo í Gana í gær.

Reuters greinir frá því að farþegarútan hafi rekist á vörubíl sem var að flytja tómata.

Rútan var á leið frá Kumasi, næststærstu borg landsins, og norður til Tamale þegar slysið varð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.