Morðið á Litvinenko rakið til Pútíns Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2016 07:00 Nikolaí Patrúsjev, fyrrverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, ásamt Vladimír Pútín forseta. vísir/EPA Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexander Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýstingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæstaréttardómari, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patrúsjev, þáverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og samþykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvinenkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiaðgerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grunaðir eru um morðið. Frekari refsiaðgerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niðurstöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnarinnar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjónustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvinenko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frumkvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstaklega fram að hann sé ekki bundinn af jafn ströngum reglum um sönnunarbyrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða. Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld segja pólitískar hvatir búa að baki bresku rannsókninni á morðinu á Alexander Litvinenko. Ásakanir á hendur Vladimír Pútín forseta séu til þess eins gerðar að beita Rússa þrýstingi vegna ágreinings landanna í alþjóðamálum. Robert Owen, fyrrverandi hæstaréttardómari, kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar og sagði allar líkur á því að Nikolaí Patrúsjev, þáverandi yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB, hafi vitað um og samþykkt áform um að myrða Litvinenko. Jafnframt sé ólíklegt annað en að Vladimír Pútín forseti hafi einnig vitað um og samþykkt þessi áform. Litvinenko, sem var fyrrverandi leyniþjónustumaður hjá FSB, var myrtur árið 2006 í London, þar sem hann bjó í útlegð. Marina Litvinenko, ekkja Litvinenkos, fagnaði niðurstöðunum og sagðist stolt af bresku réttarfari. Nú sé óhugsandi annað en að breska stjórnin beiti Rússland refsiaðgerðum. Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, skýrði síðan frá því að nú þegar hafi verið ákveðið að frysta eignir mannanna tveggja, sem grunaðir eru um morðið. Frekari refsiaðgerðir séu í skoðun. Annar þeirra, Andrei Lugovoi, sagði rannsóknarskýrsluna frá Owen hins vegar fáránlega: „Niðurstöðurnar, sem birtar voru í dag, sýna bara andstöðu bresku stjórnarinnar við Rússland einu sinni enn.“ Í skýrslu sinni segist Owen telja fullsannað að þeir Lugovoi og Dmitrí Kovtun, sem báðir voru starfandi í rússnesku leyniþjónustunni, hafi myrt Litvinenko á kaffihúsi í London. Þeir hafi byrlað honum þar geislavirkt efni með því að setja það út í tebolla, sem Litvinenko drakk úr. Hann segir jafnframt nokkuð ljóst að þeir Lugovoi og Kovtun hafi ekki tekið upp á þessu að eigin frumkvæði. Flest bendi til þess að þeir hafi unnið þetta verk að undirlagi FSB. Owen segist síðan engar beinar sannanir hafa fyrir því að Patrúsjev og Pútín hafi vitað af áformunum um að myrða Litvinenko. Hins vegar megi með töluverðri vissu draga þá ályktun af þeirri staðreynd, að starfsmenn FSB væru afar ólíklegir til þess að grípa til aðgerða af þessu tagi án þess að bera það undir æðsta yfirmann sinn, sem var Patrúsjev, og að Patrúsjev hafi sömuleiðis varla samþykkt slíkt án þess að hafa Pútín með í ráðum. Owen tekur reyndar sérstaklega fram að hann sé ekki bundinn af jafn ströngum reglum um sönnunarbyrði, eins og hann væri ef um réttarhöld væri að ræða.
Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00
Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Breski innanríkisráðherrann segir að sendiherra Rússlands verði kallaður á fund til að ræða niðurstöður skýrslunnar. 21. janúar 2016 13:44