Erlent

Vill úr vændi á þing

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Dennis Hof fyrir framan eitt vændishúsa sinna.
Dennis Hof fyrir framan eitt vændishúsa sinna. mynd/gazette
Eigandi vændishússins þar sem fyrrum körfuboltakappinn Lamar Odom komst í hann krappann á síðasta ári hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn sitjandi öldungardeildarþingmanni.

Sjá einnig: Lamar Odom sagður hafa eytt 9,3 milljónum króna á vændishúsinu

Miðill Reno Gazette-Journal segir frá því að eigandinn, Dennis Hof, hafi tilkynnt í vikunni að hann myndi sækjast eftir sæti Greg Bower. Öldungardeildarþingmaðurinn tilkynnti í september síðastliðnum að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.

Dennis Hof hefur gefið það út að hann muni bjóða sig fram undir merkjum frjálshyggjumanna.

Hof á vændishúsið Love Ranch í borginni Crystal ásamt öðrum löglegum vændishúsum í Nevada-fylki.

Það var í Love Ranch sem Lamar Odom fannst meðvitundarlaus í október á síðasta ári. Hann náði aftur heilsu en við rannsóknir kom í ljós að Odom hafði neytt mikils magns kókaíns og annarra fíkniefna.

 


Tengdar fréttir

Odom að byrja í sjúkraþjálfun

Fyrrum leikmaður LA Lakers og Clippers, Lamar Odom, er á ágætum batavegi eftir að hafa verið fundinn meðvitundarlaus á vændishúsi rétt fyrir utan Las Vegas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×