Körfubolti

Odom hafði neytt kókaíns og stinningarlyfja

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lamar Odom.
Lamar Odom. vísir/getty
Lamar Odom, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers, hafði neytt kókaíns og stinningarlyfja þegar hann missti meðvitund á vændishúsi á þriðjudag. Hann liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild í Las Vegas.

Frá þessu var greint á blaðamannafundi lögreglunnar í Nevada þar sem spiluð var upptaka af símtali starfsmanns vændishússins til neyðarlínunnar. Hana má heyra hér fyrir neðan.

Odom fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Crystal í Nevada-fylki. Til stóð að flytja hann á sjúkrahús með þyrlu, en hann var of stór þannig að aka þurfti honum með sjúkrabíl.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að líffæri Odoms séu að gefa sig og að helmingslíkur séu á að Odom lifi af. Ástvinir hans og vinir hafa verið hjá honum síðustu sólarhringa, þar á meðal fyrrum eiginkona hans Kloé Kardashian og fjölskylda hennar, sem og NBA-kappinn Kobe Bryant.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×