Erlent

Ebóla snýr aftur í Sierra Leone

Um 11 þúsund af 28 þúsund smituðum hafa látið lífið af völdum ebólu í Vestur-Afríku frá því að fyrsta tilvikið kom upp í Gíneu í desember 2013.
Um 11 þúsund af 28 þúsund smituðum hafa látið lífið af völdum ebólu í Vestur-Afríku frá því að fyrsta tilvikið kom upp í Gíneu í desember 2013. Vísir/AFP
Nýtt dauðsfall af völdum ebólu hefur verið staðfest í Afríkuríkinu Sierra Leone, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að faraldurinn sem geisað hefur í vestur Afríku, væri yfirstaðinn.

Síerra Leone hafði verið lýst laust við sjúkdóminn strax í nóvember en í gær, þegar Líbería var einnig sögð ebólulaus, var yfirlýsing gefin út. Nú er ljóst að meiri vinna er fyrir höndum til að ganga úr skugga um að tekist hafi að stöðva faraldurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×