FH kvaddi fallbaráttuna í Pepsi-deild kvenna með 2-1 sigri á Fylki í Árbæ í kvöld en eftir sigurinn er það nánast ómögulegt að liðið falli þegar tvær umferðir eru eftir.
Aðeins eitt stig skyldi liðin að fyrir leik dagsins í Pepsi-deild kvenna. FH-ingar voru í 6. sæti með 14. stig á meðan Fylkir var í því sjöunda með 13. stig.
Alex Nicole Alugas kom FH yfir á 34. mínútu en á 64. mínútu náði Kristín Erna Sigurlásdóttir metin fyrir Fylki.
Helena Ósk Hálfdánardóttir náði hinsvegar að kreista fram sigurinn fyrir FH á 88. mínútu eftir aðra stoðsendingu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í leiknum.
Í seinni leik dagsins unnu Valskonur þægilegan 2-1 sigur á ÍA og gengu langt með að fella um leið Skagaliðið.
Mist Edvardsdóttir og Dóra María Lárusdóttir komu Val yfir strax á upphafsmínútunum en Hrefna Þuríður Leifsdóttir náði að minnka muninn fyrir ÍA í seinni hálfleik.
Valskonur eru áfram í þriðja sæti deildarinnar en ÍA er í botnsætinu, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir.
Upplýsingar um markaskorar og úrslit koma frá Fotbolti.net.
FH kvaddi fallbaráttuna með sigri í Árbæ
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Dagný kveður West Ham með tárin í augunum
Enski boltinn


Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni?
Íslenski boltinn

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Íslenski boltinn

Blikarnir hoppuðu út í á
Fótbolti




„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn