Jon Stewart: „Enginn spurði Trump hvað gerir Bandaríkin frábær“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 16:41 Margir söknuðu Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna Vísir/Skjáskot Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira