Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2016 12:16 Vettvangurinn daginn eftir. vísir/epa „Við erum á aðalgötunni hérna á hóteli. Það er færra fólk á ferðinni og margar búðir lokaðar en flestir frekar rólegir. Þetta er allt mjög óraunverulegt,“ segir Aníta Ýr Pétursdóttir í samtali við Vísi. Aníta er stödd úti í Nice ásamt kærasta sínum. Aníta Ýr PétursdóttirÍ það minnsta 84 eru látnir eftir að trukkur ók hinn í mannhaf á aðalgötu borgarinnar. Fólkið var samankomið til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, hefur verið framlengt vegna atviksins og fólk í Nice er beðið um að halda sig innandyra. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta. Þau hafi ákveðið að yfirgefa götuna um leið og flugeldasýningin hafi klárast til að sleppa við mestu örtröðina. Þau voru nýkomin upp á hótel þegar þau sáu alla hlaupa sem fætur toguðu í átt frá bílnum. „Það hlupu allir í sömu átt nema einhverjir stukku í skjól í hliðargötum hér í kring. Það var mikil ringulreið, um leið og einn byrjar að hlaupa þá hlaupa allir,“ segir Aníta. Aníta og kærasti hennar eru búin að vera úti í Frakklandi í viku og fljúga heim á sunnudaginn. Þau ætla að reyna eins og unnt er að láta ferðina halda áfram eins og planað var. „Við fórum aðeins út á verslunargötuna áðan og hún var laus við lögreglu og hermenn. Það er mikil ró yfir borginni og mér sýnist sem flestir reyna að láta lífið ganga sinn vanagang og láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á sig,“ segir Aníta að lokum. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45 Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
„Við erum á aðalgötunni hérna á hóteli. Það er færra fólk á ferðinni og margar búðir lokaðar en flestir frekar rólegir. Þetta er allt mjög óraunverulegt,“ segir Aníta Ýr Pétursdóttir í samtali við Vísi. Aníta er stödd úti í Nice ásamt kærasta sínum. Aníta Ýr PétursdóttirÍ það minnsta 84 eru látnir eftir að trukkur ók hinn í mannhaf á aðalgötu borgarinnar. Fólkið var samankomið til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem staðið hefur yfir síðan í nóvember, hefur verið framlengt vegna atviksins og fólk í Nice er beðið um að halda sig innandyra. „Við vorum á flugeldasýningunni, svona um 200 metrum frá þeim stað þar sem bíllinn staðnæmdist, bara andartökum fyrr,“ segir Aníta. Þau hafi ákveðið að yfirgefa götuna um leið og flugeldasýningin hafi klárast til að sleppa við mestu örtröðina. Þau voru nýkomin upp á hótel þegar þau sáu alla hlaupa sem fætur toguðu í átt frá bílnum. „Það hlupu allir í sömu átt nema einhverjir stukku í skjól í hliðargötum hér í kring. Það var mikil ringulreið, um leið og einn byrjar að hlaupa þá hlaupa allir,“ segir Aníta. Aníta og kærasti hennar eru búin að vera úti í Frakklandi í viku og fljúga heim á sunnudaginn. Þau ætla að reyna eins og unnt er að láta ferðina halda áfram eins og planað var. „Við fórum aðeins út á verslunargötuna áðan og hún var laus við lögreglu og hermenn. Það er mikil ró yfir borginni og mér sýnist sem flestir reyna að láta lífið ganga sinn vanagang og láta þetta ekki hafa of mikil áhrif á sig,“ segir Aníta að lokum.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45 Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hafa lengi kallað eftir árásum af þessu tagi Al-Qaeda hvatti fyrst til þess að bílar væru notaðir til að ráðast á „heiðingja“. 15. júlí 2016 10:45
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38
Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Minnst 230 manns hafa verið myrt á 18 mánuðum. 15. júlí 2016 11:50