Íraksher reynir að endurheimta Fallúdsja Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. maí 2016 07:00 Íraskir hermenn búa sig undir áhlaup á Fallúdsja, höfuðstað Anbar-héraðs í Írak. vísir/epa Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Íraski stjórnarherinn hóf í gærmorgun harðar árásir á borgina Fallúdsja, sem liðsmenn Íslamska ríkisins hafa haft á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Herinn stefnir að því að ná borginni aftur úr höndum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki, en talið er að um 50 þúsund íbúar borgarinnar séu þar innilokaðir. Nokkrum þúsundum manna hefur þó tekist að flýja borgina á síðustu dögum, áður en átökin hófust fyrir alvöru. Sumir hafi látið lífið á flóttanum. Daish-liðar hafa brugðist við með sjálfsvígsárásum í Bagdad og nágrenni. Að minnsta kosti 20 manns létu lífið í þremur slíkum árásum í gær. Fyrir viku kynnti stjórnarherinn áform sín um að endurheimta borgina úr höndum Daish. Tíminn hefur verið notaður til að umkringja borgina og hafa liðsmenn vopnaðra hópa sjía-múslima og annarra fylkt sér með stjórnarhernum gegn Daish-liðum. Bandaríkjaher boðar stuðning við stjórnarherinn með loftárásum. Yfirstjórn hersins segist bjartsýn á að markmiðið náist innan fárra sólarhringa, en aðrir efast og segja átökin eiga eftir að verða harðvítug og standa vikum saman. Almennir borgarar muni verða fyrir barðinu á þeim. Fallúdsja var fyrsta borgin sem vígasveitir Daish-manna náðu á sitt vald í Írak í byrjun árs 2014. Borgin er skammt austur af höfuðborginni Bagdad, en Fallúdsja er höfuðstaður Anbar-héraðs. Anbar-hérað er stórt hérað sem nær yfir mestallan vesturhluta Íraks. Íbúar þar eru einkum súnní-múslimar og voru þeir ráðandi afl í landinu á stjórnartíma Saddams Hussein. Eftir að Hussein var steypt af stóli hafa sjía-múslimar komist í ráðandi stöðu við stjórn landsins, en súnní-múslimum hefur að sama skapi verið ýtt til hliðar og eru afar ósáttir við stjórnina í Bagdad. Af þeim sökum hafa margir súnní-múslimar í Anbar-héraði tekið Daish-samtökunum fagnandi, enda eru samtökin sprottin þaðan og eiga þar stuðningskjarna sinn. Öðrum ofbýður þó harkan og bíða þess með óþreyju að Daish-menn hverfi á braut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira