Fyrsti leikur seinni hluta Íslandsmótsins sem verður í beinni útsendingu er viðureign ÍA og ÍBV á Skaganum. Í sömu umferð verður sýnt beint frá leik Fylkis og Stjörnunnar og svo mánudagskvöldið 25. júlí verður Reykjavíkurslagur Víkings og KR í beinni áður en Pepsi-mörkin hefjast svo klukkan 22.00.
Breytingar gætu orðið á planinu ef KR kemst áfram í Evrópudeildinni en vesturbæjarliðið gerði 3-3 jafntefli við Grasshopper frá Sviss í fyrri leik liðanna í gær. Leikur KR gegn Víkingi færist fram um einn dag sem og Pepsi-mörkin komist KR-ingar áfram.
Einnig gæti orðið breyting á tímasetningu stórleiks Fjölnis og FH ef Íslandsmeistararnir komast í bikarúrslitin. Þá mun leikurinn fara fram fimmtudaginn 18. ágúst í stað mánudagsins 15. ágúst.
Hér að neðan má sjá sjónvarpsleiki fyrstu sex umferða seinni hluta Pepsi-deildar karla.

Sun. 24.júl kl.17.00 ÍA – ÍBV*
Sun. 24.júl kl.20.00 Fylkir – Stjarnan
Mán. 25.júl kl.20.00 Víkingur R. – KR
Mán. 25.júl kl.22.00 Pepsi-mörkin
13.umferð
Mið. 3.ág kl.19.15 ÍA – FH*
Mið. 3.ág kl.20.00 Valur – Víkingur Ólafsvík
Fim. 4.ág kl.20.00 Stjarnan – Víkingur R.
Fim. 4.ág kl.22.00 Pepsi-mörkin
14.umferð
Sun. 7.ág kl.16.00 Víkingur Ó. – ÍBV*
Sun. 7.ág kl.19.15 Fjölnir – ÍA
Mán. 8.ág kl.19.15 FH – KR
Mán. 8.ág kl.22.00 Pepsi-mörkin
15.umferð**
Mán. 15.ág kl.18.00 Fjölnir – FH
Mán. 15.ág kl.20.00 Stjarnan – KR
Fim. 18.ág kl.22.00 Pepsi-mörkin
16.umferð
Sun. 21.ág kl.18.00 KR – Breiðablik
Mán. 22.ág kl.18.00 FH – Stjarnan
Mán. 22.ág kl.20.00 Þróttur – Valur*
Mán. 22.ág kl.22.00 Pepsi-mörkin
17.umferð
Lau. 27.ág kl.17.00 Breiðablik – Stjarnan
Sun. 28.ág kl.18.00 Víkingur Ó. – FH*
Sun. 28.ág kl.20.00 Valur – KR
Sun. 28.ág kl.22.00 Pepsi-mörkin
* Stjörnumerktir leikir eru beinar útsendingar með einni myndavél
** Eftir á að velja leikinn í 15. umferðinni sem sýndur verður á einni vél þar sem leikir eiga eftir að færast