Böðvar Böðvarsson er á leið aftur til Íslandsmeistara FH eftir stutta dvöl hjá Midtjylland í Danmörku. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Böðvar, sem er 21 árs, fór á láni til dönsku meistaranna í febrúar og gilti samningurinn til loka tímabilsins þar í landi. FH nýtti sér hins vegar ákvæði í samningnum og kallaði Böðvar aftur heim.
Böðvar náði ekki að leika aðalliðsleik fyrir Midtjylland en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Óvíst er hvenær hann verður klár í slaginn að nýju en FH mætir Þrótti í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn.
Böðvar lék 19 leiki með FH síðasta sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari í sjöunda sinn.
Böðvar kallaður heim úr láni

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 3-3 (1-4) | Valsmenn meistarar meistaranna
Valsmenn eru meistarar meistaranna eftir sigur á FH í meistarakeppni KSÍ í kvöld.