Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 23:15 Samantha Power. vísir/getty Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Sagði hún Assad, Rússa og Írana hafa sett óbreytta borgara í Aleppo í snöru með árásum sínum í borginni. Spurði Power hvort að þessi þrjú aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gætu ekki skammast sín fyrir glæpina sem þau hefðu framið gegn óbreyttum borgurum í Aleppo. Power ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag á neyðarfundi ráðsins sem boðaður var vegna blóðbaðsins sem geisað hefur í Aleppo síðastliðinn sólarhring eða svo, en í gær staðfestu Sameinuðu þjóðirnar að fjöldamorð hefði verið framið í borginni þar sem 82 saklausir borgarar voru myrtir af stjórnarhernum í áhlaupi þeirra á austurhluta Aleppo sem var á valdi uppreisnarmanna. Undir kvöld var svo greint frá því að samkomulag hefði náðst milli Rússa og Tyrkja um það að enda bardagana í austurhluta Aleppo. Uppreisnarmönnum, sem og þeim óbreyttu borgurum sem það kjósa, yrði gert kleift að yfirgefa borgina en samningurinn þýðir að hún er nú öll á valdi stjórnarhers Assad."Is there literally nothing that can shame you?" - @AmbassadorPower's extraordinary attack on Syria, Russia and Iran over deaths in #Aleppo pic.twitter.com/Ue87QfEGU7— Channel 4 News (@Channel4News) December 13, 2016 Á fundi Öryggisráðsins í dag beindi Power orðum sínum að Sýrlandsstjórn, Rússum og Írönum. Hún sagði ástandið sem ríkt hefur í Aleppo undanfarið, þar sem tugþúsundir borgarar hafa verið innlyksa mánuðum saman, væri á ábyrgð stjórnvalda í þessum ríkjum. „Þetta er snaran ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar en svo virðist sem þetta sé ykkur frekar hvatning. Þið eruð að skipuleggja næstu árás. Kunnið þið virkilega ekki að skammast ykkar? Er ekkert sem fær ykkur til að skammast ykkar?“ spurði Power. Vitaly Churkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði Power. Hann sagði undarlegt að hlusta á hana „líkt og hún væri einhver móðir Teresa.“ Churkin minnti Power síðan á hvaða land hún væri sendiherra fyrir og þátttöku Bandaríkjanna í hinum ýmsu stríðum gegnum árin. Þrátt fyrir samkomulagið sem náðist í dag um Aleppo er það þó ekki svo að stríðinu í Sýrlandi sé lokið. Fjöldi ólíkra uppreisnarhópa er enn með tögl og haldir í Idlib-sýslu í norðvesturhluta landsins. Talið er að stjórnarherinn muni næst sækja fram þar og reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Þá berjast uppreisnarmenn við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðausturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið hefur einnig barist við stjórnarherinn, meðal annars um völd í borginni Palmyra sem er nú aftur á valdi liðsmanna hryðjuverkahópsins eftir að hafa verið á valdi Sýrlandsstjórnar síðan í mars. Tengdar fréttir Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Sagði hún Assad, Rússa og Írana hafa sett óbreytta borgara í Aleppo í snöru með árásum sínum í borginni. Spurði Power hvort að þessi þrjú aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gætu ekki skammast sín fyrir glæpina sem þau hefðu framið gegn óbreyttum borgurum í Aleppo. Power ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag á neyðarfundi ráðsins sem boðaður var vegna blóðbaðsins sem geisað hefur í Aleppo síðastliðinn sólarhring eða svo, en í gær staðfestu Sameinuðu þjóðirnar að fjöldamorð hefði verið framið í borginni þar sem 82 saklausir borgarar voru myrtir af stjórnarhernum í áhlaupi þeirra á austurhluta Aleppo sem var á valdi uppreisnarmanna. Undir kvöld var svo greint frá því að samkomulag hefði náðst milli Rússa og Tyrkja um það að enda bardagana í austurhluta Aleppo. Uppreisnarmönnum, sem og þeim óbreyttu borgurum sem það kjósa, yrði gert kleift að yfirgefa borgina en samningurinn þýðir að hún er nú öll á valdi stjórnarhers Assad."Is there literally nothing that can shame you?" - @AmbassadorPower's extraordinary attack on Syria, Russia and Iran over deaths in #Aleppo pic.twitter.com/Ue87QfEGU7— Channel 4 News (@Channel4News) December 13, 2016 Á fundi Öryggisráðsins í dag beindi Power orðum sínum að Sýrlandsstjórn, Rússum og Írönum. Hún sagði ástandið sem ríkt hefur í Aleppo undanfarið, þar sem tugþúsundir borgarar hafa verið innlyksa mánuðum saman, væri á ábyrgð stjórnvalda í þessum ríkjum. „Þetta er snaran ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar en svo virðist sem þetta sé ykkur frekar hvatning. Þið eruð að skipuleggja næstu árás. Kunnið þið virkilega ekki að skammast ykkar? Er ekkert sem fær ykkur til að skammast ykkar?“ spurði Power. Vitaly Churkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði Power. Hann sagði undarlegt að hlusta á hana „líkt og hún væri einhver móðir Teresa.“ Churkin minnti Power síðan á hvaða land hún væri sendiherra fyrir og þátttöku Bandaríkjanna í hinum ýmsu stríðum gegnum árin. Þrátt fyrir samkomulagið sem náðist í dag um Aleppo er það þó ekki svo að stríðinu í Sýrlandi sé lokið. Fjöldi ólíkra uppreisnarhópa er enn með tögl og haldir í Idlib-sýslu í norðvesturhluta landsins. Talið er að stjórnarherinn muni næst sækja fram þar og reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Þá berjast uppreisnarmenn við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðausturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið hefur einnig barist við stjórnarherinn, meðal annars um völd í borginni Palmyra sem er nú aftur á valdi liðsmanna hryðjuverkahópsins eftir að hafa verið á valdi Sýrlandsstjórnar síðan í mars.
Tengdar fréttir Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40