Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 23:15 Samantha Power. vísir/getty Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Sagði hún Assad, Rússa og Írana hafa sett óbreytta borgara í Aleppo í snöru með árásum sínum í borginni. Spurði Power hvort að þessi þrjú aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gætu ekki skammast sín fyrir glæpina sem þau hefðu framið gegn óbreyttum borgurum í Aleppo. Power ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag á neyðarfundi ráðsins sem boðaður var vegna blóðbaðsins sem geisað hefur í Aleppo síðastliðinn sólarhring eða svo, en í gær staðfestu Sameinuðu þjóðirnar að fjöldamorð hefði verið framið í borginni þar sem 82 saklausir borgarar voru myrtir af stjórnarhernum í áhlaupi þeirra á austurhluta Aleppo sem var á valdi uppreisnarmanna. Undir kvöld var svo greint frá því að samkomulag hefði náðst milli Rússa og Tyrkja um það að enda bardagana í austurhluta Aleppo. Uppreisnarmönnum, sem og þeim óbreyttu borgurum sem það kjósa, yrði gert kleift að yfirgefa borgina en samningurinn þýðir að hún er nú öll á valdi stjórnarhers Assad."Is there literally nothing that can shame you?" - @AmbassadorPower's extraordinary attack on Syria, Russia and Iran over deaths in #Aleppo pic.twitter.com/Ue87QfEGU7— Channel 4 News (@Channel4News) December 13, 2016 Á fundi Öryggisráðsins í dag beindi Power orðum sínum að Sýrlandsstjórn, Rússum og Írönum. Hún sagði ástandið sem ríkt hefur í Aleppo undanfarið, þar sem tugþúsundir borgarar hafa verið innlyksa mánuðum saman, væri á ábyrgð stjórnvalda í þessum ríkjum. „Þetta er snaran ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar en svo virðist sem þetta sé ykkur frekar hvatning. Þið eruð að skipuleggja næstu árás. Kunnið þið virkilega ekki að skammast ykkar? Er ekkert sem fær ykkur til að skammast ykkar?“ spurði Power. Vitaly Churkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði Power. Hann sagði undarlegt að hlusta á hana „líkt og hún væri einhver móðir Teresa.“ Churkin minnti Power síðan á hvaða land hún væri sendiherra fyrir og þátttöku Bandaríkjanna í hinum ýmsu stríðum gegnum árin. Þrátt fyrir samkomulagið sem náðist í dag um Aleppo er það þó ekki svo að stríðinu í Sýrlandi sé lokið. Fjöldi ólíkra uppreisnarhópa er enn með tögl og haldir í Idlib-sýslu í norðvesturhluta landsins. Talið er að stjórnarherinn muni næst sækja fram þar og reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Þá berjast uppreisnarmenn við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðausturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið hefur einnig barist við stjórnarherinn, meðal annars um völd í borginni Palmyra sem er nú aftur á valdi liðsmanna hryðjuverkahópsins eftir að hafa verið á valdi Sýrlandsstjórnar síðan í mars. Tengdar fréttir Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Sagði hún Assad, Rússa og Írana hafa sett óbreytta borgara í Aleppo í snöru með árásum sínum í borginni. Spurði Power hvort að þessi þrjú aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gætu ekki skammast sín fyrir glæpina sem þau hefðu framið gegn óbreyttum borgurum í Aleppo. Power ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag á neyðarfundi ráðsins sem boðaður var vegna blóðbaðsins sem geisað hefur í Aleppo síðastliðinn sólarhring eða svo, en í gær staðfestu Sameinuðu þjóðirnar að fjöldamorð hefði verið framið í borginni þar sem 82 saklausir borgarar voru myrtir af stjórnarhernum í áhlaupi þeirra á austurhluta Aleppo sem var á valdi uppreisnarmanna. Undir kvöld var svo greint frá því að samkomulag hefði náðst milli Rússa og Tyrkja um það að enda bardagana í austurhluta Aleppo. Uppreisnarmönnum, sem og þeim óbreyttu borgurum sem það kjósa, yrði gert kleift að yfirgefa borgina en samningurinn þýðir að hún er nú öll á valdi stjórnarhers Assad."Is there literally nothing that can shame you?" - @AmbassadorPower's extraordinary attack on Syria, Russia and Iran over deaths in #Aleppo pic.twitter.com/Ue87QfEGU7— Channel 4 News (@Channel4News) December 13, 2016 Á fundi Öryggisráðsins í dag beindi Power orðum sínum að Sýrlandsstjórn, Rússum og Írönum. Hún sagði ástandið sem ríkt hefur í Aleppo undanfarið, þar sem tugþúsundir borgarar hafa verið innlyksa mánuðum saman, væri á ábyrgð stjórnvalda í þessum ríkjum. „Þetta er snaran ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar en svo virðist sem þetta sé ykkur frekar hvatning. Þið eruð að skipuleggja næstu árás. Kunnið þið virkilega ekki að skammast ykkar? Er ekkert sem fær ykkur til að skammast ykkar?“ spurði Power. Vitaly Churkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði Power. Hann sagði undarlegt að hlusta á hana „líkt og hún væri einhver móðir Teresa.“ Churkin minnti Power síðan á hvaða land hún væri sendiherra fyrir og þátttöku Bandaríkjanna í hinum ýmsu stríðum gegnum árin. Þrátt fyrir samkomulagið sem náðist í dag um Aleppo er það þó ekki svo að stríðinu í Sýrlandi sé lokið. Fjöldi ólíkra uppreisnarhópa er enn með tögl og haldir í Idlib-sýslu í norðvesturhluta landsins. Talið er að stjórnarherinn muni næst sækja fram þar og reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Þá berjast uppreisnarmenn við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðausturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið hefur einnig barist við stjórnarherinn, meðal annars um völd í borginni Palmyra sem er nú aftur á valdi liðsmanna hryðjuverkahópsins eftir að hafa verið á valdi Sýrlandsstjórnar síðan í mars.
Tengdar fréttir Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Sjá meira
Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40