Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 17:51 Stjórnarliðar í Aleppo. Vísir/EPA Samningur er í höfn um að uppreisnarmenn fái að yfirgefa austurhluta Aleppo, að sögn sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Uppreisnarmenn hafa staðfest samninginn. BBC greinir frá.Sýrlenski stjórnarherinn er við það að ná allri borginni á sitt vald eftir mikla sókn undanfarnar vikur í skjóli rússneskra loftárása. Rússneski herinn heldur því fram að 98 prósent borgarinnar sé nú undir yfirráðum stjórnarliða. Sendiherrann, Vitaly Churkin sagði að samningurinn gilti ekki um saklausa borgara, en þúsundir þeirra eru strandaglópar í stríðshrjáðri borginni. Margir þeirra hafa nýtt sér samskiptamiðla til að lýsa hræðilegu ástandi í borginni og biðlað til alþjóðasamfélagsins um að hjálpa sér. Erfitt er að festa tölu á hversu margir saklausir borgarar eru í austurhluta borgarinnar en heimildarmenn fréttastofu BBC segja það vera allt að 100 þúsund manns.Sjá einnig: Fjöldamorð sögð eiga sér stað í AleppoChurkin sagði að samningnum gæti verið fylgt eftir „innan nokkurra klukkustunda.“ Sagði hann jafnframt að saklausir borgarar gætu komið sér í öruggt skjól meðal hjálparsamtaka í borginni og að enginn myndi ráðast á þá. Þá endurtók Churkin fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um að engin fjöldamorð ættu sér stað í borginni.Misvísandi fregnir eru uppi um hvort að saklausum borgurum verði einnig leyft að yfirgefa borgina, en fréttir hafa borist af því að Tyrkir og Rússar muni sjá um að framfylgja samningnum og að saklausum borgurum verði leyft að flýja svæðið, þvert á fullyrðingar rússneska sendiherrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú neyðarfund vegna ástandsins í Aleppo. Fréttir um samninginn bárust eftir að Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að stjórnarliðar hefðu gerst sekir um fjöldamorð á almennum borgurum í borginni í gær og í nótt. Tengdar fréttir Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Samningur er í höfn um að uppreisnarmenn fái að yfirgefa austurhluta Aleppo, að sögn sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Uppreisnarmenn hafa staðfest samninginn. BBC greinir frá.Sýrlenski stjórnarherinn er við það að ná allri borginni á sitt vald eftir mikla sókn undanfarnar vikur í skjóli rússneskra loftárása. Rússneski herinn heldur því fram að 98 prósent borgarinnar sé nú undir yfirráðum stjórnarliða. Sendiherrann, Vitaly Churkin sagði að samningurinn gilti ekki um saklausa borgara, en þúsundir þeirra eru strandaglópar í stríðshrjáðri borginni. Margir þeirra hafa nýtt sér samskiptamiðla til að lýsa hræðilegu ástandi í borginni og biðlað til alþjóðasamfélagsins um að hjálpa sér. Erfitt er að festa tölu á hversu margir saklausir borgarar eru í austurhluta borgarinnar en heimildarmenn fréttastofu BBC segja það vera allt að 100 þúsund manns.Sjá einnig: Fjöldamorð sögð eiga sér stað í AleppoChurkin sagði að samningnum gæti verið fylgt eftir „innan nokkurra klukkustunda.“ Sagði hann jafnframt að saklausir borgarar gætu komið sér í öruggt skjól meðal hjálparsamtaka í borginni og að enginn myndi ráðast á þá. Þá endurtók Churkin fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um að engin fjöldamorð ættu sér stað í borginni.Misvísandi fregnir eru uppi um hvort að saklausum borgurum verði einnig leyft að yfirgefa borgina, en fréttir hafa borist af því að Tyrkir og Rússar muni sjá um að framfylgja samningnum og að saklausum borgurum verði leyft að flýja svæðið, þvert á fullyrðingar rússneska sendiherrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú neyðarfund vegna ástandsins í Aleppo. Fréttir um samninginn bárust eftir að Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að stjórnarliðar hefðu gerst sekir um fjöldamorð á almennum borgurum í borginni í gær og í nótt.
Tengdar fréttir Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40