Lögregla rannsakar árekstur dróna við flugvél Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:47 Tilvikið er fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi. Vísir/EPA Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi. Airwaves Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi.
Airwaves Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira