Ræða mikla hernaðaruppbyggingu NATO Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2016 11:51 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í Brussel í dag. Vísir/AFP Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad
Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira