Norwegian Air breytir stefnu sinni vegna Ara: „Við unnum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2016 23:03 Norwegian Air hefur boðist afsökunar vegna málsins og ætlar að endurskoða stefnu sína. MYND/EGGERT JÓHANNSSON/EPA Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari sem lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann hugðist fljúga með Norwegian Air með fiðlu sína meðferðis, segir á Facebook-síðu sinni að flugfélagið hafi beðist afsökunar á því hvernig komið var fram við hann og samferðakonu hans. Flugvélagið hyggst breyta stefnu sinni hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri. Ari þakkar mikilli umfjöllun fjölmiðla og áhuga fólks á málinu það að flugfélagið hafi ákveðið að breyta stefnu sinni en í samtali við Vísi í gær lýsti Ari því hvernig farið var með hann.Sjá einnig: Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangurHann var á leið Kaupmannahafnar til Helsinki en Ari er fiðluleikari í Fílharmoníusveit Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna.Starfsmaður Norwegian Air bað Ara afsökunar.Mynd/skjáskotAri var fljótur að kvarta undan meðferðinni á Facebook-síðu Norwegian Air. Kvörtun hans vakti mikil viðbrögð en þar sagðist Ari aldrei ætla að fljúga með Norwegian Air aftur og að hann myndi hvetja kollega sína til þess að gera slíkt hið sama. Færslan vakti mjög neikvæð viðbrögð margra sem voru furðu lostnir yfir stefnu Norwegian. Fyrr í dag bað starfsmaður flugfélagsins Ara afsökunar á óþægindinum og að vegna þessa máls myndi flugfélagið endurskoða stefnu sína hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri eins og sjá má hér til hliðar. Ari segist vera ánægður með flugfélagið hafi beðist afsökunar og þrátt fyrir að hann bíði eftir að sjá breytta stefnu flugfélagsins í verki sagði hann sigri hrósandi: „Það er óhætt að segja að við unnum.“This has been quite the social media week, with my complaint on Norwegian's Facebook wall receiving over 1,100 likes and...Posted by Ari Vilhjalmsson on Thursday, 21 January 2016 Tengdar fréttir Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Ari Vilhjálmsson, íslenskur fiðluleikari sem lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann hugðist fljúga með Norwegian Air með fiðlu sína meðferðis, segir á Facebook-síðu sinni að flugfélagið hafi beðist afsökunar á því hvernig komið var fram við hann og samferðakonu hans. Flugvélagið hyggst breyta stefnu sinni hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri. Ari þakkar mikilli umfjöllun fjölmiðla og áhuga fólks á málinu það að flugfélagið hafi ákveðið að breyta stefnu sinni en í samtali við Vísi í gær lýsti Ari því hvernig farið var með hann.Sjá einnig: Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangurHann var á leið Kaupmannahafnar til Helsinki en Ari er fiðluleikari í Fílharmoníusveit Helsinki. Þegar hann hugðist skrá sig inn í flugið meinuðu starfsmenn flugfélagsins honum að taka fiðluna sína, sem kostar um 25 milljónir króna, með sér í handfarangur. Í kjölfarið hófst mikil reikistefna.Starfsmaður Norwegian Air bað Ara afsökunar.Mynd/skjáskotAri var fljótur að kvarta undan meðferðinni á Facebook-síðu Norwegian Air. Kvörtun hans vakti mikil viðbrögð en þar sagðist Ari aldrei ætla að fljúga með Norwegian Air aftur og að hann myndi hvetja kollega sína til þess að gera slíkt hið sama. Færslan vakti mjög neikvæð viðbrögð margra sem voru furðu lostnir yfir stefnu Norwegian. Fyrr í dag bað starfsmaður flugfélagsins Ara afsökunar á óþægindinum og að vegna þessa máls myndi flugfélagið endurskoða stefnu sína hvað varðar farþega sem ferðast með hljóðfæri eins og sjá má hér til hliðar. Ari segist vera ánægður með flugfélagið hafi beðist afsökunar og þrátt fyrir að hann bíði eftir að sjá breytta stefnu flugfélagsins í verki sagði hann sigri hrósandi: „Það er óhætt að segja að við unnum.“This has been quite the social media week, with my complaint on Norwegian's Facebook wall receiving over 1,100 likes and...Posted by Ari Vilhjalmsson on Thursday, 21 January 2016
Tengdar fréttir Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Meinað að hafa 25 milljón króna fiðlu með sér sem handfarangur Ari Vilhjálmsson, 34 ára íslenskur fiðluleikari, lenti í stappi við Norwegian Air vegna hljóðfæris síns. 20. janúar 2016 23:55