Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2016 08:04 Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. vísir/epa Donald Trump forsetaframbjóðandi segist ekki ætla að sætta sig við úrslitin ef hann tapar í forsetakosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton. Trump var spurður hvort hann muni una niðurstöðunni ef Clinton ber sigur úr býtum í kosningunum, í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir forsetakjörið í nóvember. Svar hans var einfalt; Það verði einfaldlega að koma í ljós hvort hann muni una niðurstöðunni. Innan við þrjár vikur eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þær fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur dalað töluvert að undanförnu, annars vegar eftir að myndskeið birtist af honum tala með niðrandi hætti um konur og hins vegar eftir að hópur kvenna steig fram og greindi frá kynferðisbrotum af hans hálfu. Báðir frambjóðendur leggja nú allt sitt í baráttuna og gáfu þau ekkert eftir í kappræðunum í nótt, þrátt fyrir að kappræðurnar hefðu meira og minna einkennst af frammíköllum og rifrildum. Frambjóðendurnir tveir neituðu jafnframt að takast í hendur við upphaf og lok kappræðnanna. Trump var í tvígang spurður að því hvort hann muni virða úrslitin ef Clinton vinnur kosningarnar, en fátt var um svör. Clinton sagði ásakanir hans um meinta hagræðingu úrslitanna alvarlegar, enda sé hann að tala niður lýðræði landsins. Stóryrði fengu að fjúka í kappræðunum í nótt þar sem Trump kallaði Clinton „andstyggilega konu“ og Clinton sagði Trump strengjabrúðu Pútíns Rússlandsforseta. 'Þú ert strengjabrúðan,' svaraði Trump, eftir að Clinton sagði hann strengjabrúðu. 'Andstyggileg kona,' sagði Trump um Clinton, sem lét orð hans lítið á sig fá. Kappræðurnar í heild. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Donald Trump forsetaframbjóðandi segist ekki ætla að sætta sig við úrslitin ef hann tapar í forsetakosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton. Trump var spurður hvort hann muni una niðurstöðunni ef Clinton ber sigur úr býtum í kosningunum, í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir forsetakjörið í nóvember. Svar hans var einfalt; Það verði einfaldlega að koma í ljós hvort hann muni una niðurstöðunni. Innan við þrjár vikur eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þær fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur dalað töluvert að undanförnu, annars vegar eftir að myndskeið birtist af honum tala með niðrandi hætti um konur og hins vegar eftir að hópur kvenna steig fram og greindi frá kynferðisbrotum af hans hálfu. Báðir frambjóðendur leggja nú allt sitt í baráttuna og gáfu þau ekkert eftir í kappræðunum í nótt, þrátt fyrir að kappræðurnar hefðu meira og minna einkennst af frammíköllum og rifrildum. Frambjóðendurnir tveir neituðu jafnframt að takast í hendur við upphaf og lok kappræðnanna. Trump var í tvígang spurður að því hvort hann muni virða úrslitin ef Clinton vinnur kosningarnar, en fátt var um svör. Clinton sagði ásakanir hans um meinta hagræðingu úrslitanna alvarlegar, enda sé hann að tala niður lýðræði landsins. Stóryrði fengu að fjúka í kappræðunum í nótt þar sem Trump kallaði Clinton „andstyggilega konu“ og Clinton sagði Trump strengjabrúðu Pútíns Rússlandsforseta. 'Þú ert strengjabrúðan,' svaraði Trump, eftir að Clinton sagði hann strengjabrúðu. 'Andstyggileg kona,' sagði Trump um Clinton, sem lét orð hans lítið á sig fá. Kappræðurnar í heild.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira