Árásinni í Bangkok var beint gegn ferðamönnum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2015 15:14 Fjöldi manns var á staðnum er sprengingin varð. vísir/ap Minnst tólf eru látnir og hátt í áttatíu særðir eftir að mótórhjólasprengja sprakk í Bangkok, höfuðborg Taílands. Ríkisstjórn landsins segir að sprengjunni hafi verið ætlað að skaða ferðamannaiðnað í landinu og lama þar með efnahagskerfi þess. 78 manns hafa verið fluttir á nærliggjandi sjúkrahús en hlúð er að minna slösuðum á nærliggjandi hótelum. Sprengingin átti sér stað á fjölförnum gatnamótum skammt frá Erawan hofinu í höfuðborginnni. Margir heimsækja hofið á degi hverjum, jafnt ferðamenn sem heimafólk, en þar má finna styttu af Brahma, gyðju hindúa.Bangkok bomb blast pic.twitter.com/fPcBk2qk1N — Agence France-Presse (@AFP) August 17, 2015 Torgið hefur í gegnum tíðina verið nýtt til mótmæla í landinu en fyrir fimm árum síðan létust níutíu manns er herinn hóf skothríð að mótmælendum sem voru komnir saman til að lýsa yfir andúð sinni á stjórnvöldum í landinu. Aðeins rétt rúmir sex kílómetrar eru frá hofinu að þinghúsi landsins. Mikill óróleiki hefur verið í landinu undanfarin ár en landinu hefur verið stýrt af hernum frá því í maí í fyrra. Herinn tók þá stjórnina eftir að mótmæli höfðu staðið yfir í landinu svo mánuðum skipti. Oftar en ekki fóru þau fram þar sem sprengjan sprakk. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að múslimar í suðurhluta landsins séu að baki henni. Sprengjur eru afar sjaldséðar í höfuðborginni en öllu algengari syðst í landinu. Rúm 95% þeirra 67 millljón manns sem í landinu búa eru búddistar en aðrir eru ýmist múslimar eða hindúar. „Markmiðið var að eyðileggja hagkerfið og ferðamannaiðnaðinn því sprengjan sprakk á miklu ferðamannasvæði,“ segir Prawit Wongsuwan varnarmálaráðherra Taílands. „Við höfum fundið eina sprengju á svæðinu og teljum líklegt að það séu fleiri. Við leitum af þeim í augnablikinu. Það gæti orðið önnur sprenging svo við biðjum fólk um að vera ekki á þvælingi að óþörfu í kringum svæðið,“ segir Wongsuwan.vísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/ap Tengdar fréttir Öflug sprenging í Bangkok Fyrstu fregnir herma að minnst tólf séu látnir og á annan tug séu særðir. 17. ágúst 2015 12:42 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Minnst tólf eru látnir og hátt í áttatíu særðir eftir að mótórhjólasprengja sprakk í Bangkok, höfuðborg Taílands. Ríkisstjórn landsins segir að sprengjunni hafi verið ætlað að skaða ferðamannaiðnað í landinu og lama þar með efnahagskerfi þess. 78 manns hafa verið fluttir á nærliggjandi sjúkrahús en hlúð er að minna slösuðum á nærliggjandi hótelum. Sprengingin átti sér stað á fjölförnum gatnamótum skammt frá Erawan hofinu í höfuðborginnni. Margir heimsækja hofið á degi hverjum, jafnt ferðamenn sem heimafólk, en þar má finna styttu af Brahma, gyðju hindúa.Bangkok bomb blast pic.twitter.com/fPcBk2qk1N — Agence France-Presse (@AFP) August 17, 2015 Torgið hefur í gegnum tíðina verið nýtt til mótmæla í landinu en fyrir fimm árum síðan létust níutíu manns er herinn hóf skothríð að mótmælendum sem voru komnir saman til að lýsa yfir andúð sinni á stjórnvöldum í landinu. Aðeins rétt rúmir sex kílómetrar eru frá hofinu að þinghúsi landsins. Mikill óróleiki hefur verið í landinu undanfarin ár en landinu hefur verið stýrt af hernum frá því í maí í fyrra. Herinn tók þá stjórnina eftir að mótmæli höfðu staðið yfir í landinu svo mánuðum skipti. Oftar en ekki fóru þau fram þar sem sprengjan sprakk. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er líklegt að múslimar í suðurhluta landsins séu að baki henni. Sprengjur eru afar sjaldséðar í höfuðborginni en öllu algengari syðst í landinu. Rúm 95% þeirra 67 millljón manns sem í landinu búa eru búddistar en aðrir eru ýmist múslimar eða hindúar. „Markmiðið var að eyðileggja hagkerfið og ferðamannaiðnaðinn því sprengjan sprakk á miklu ferðamannasvæði,“ segir Prawit Wongsuwan varnarmálaráðherra Taílands. „Við höfum fundið eina sprengju á svæðinu og teljum líklegt að það séu fleiri. Við leitum af þeim í augnablikinu. Það gæti orðið önnur sprenging svo við biðjum fólk um að vera ekki á þvælingi að óþörfu í kringum svæðið,“ segir Wongsuwan.vísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/apvísir/ap
Tengdar fréttir Öflug sprenging í Bangkok Fyrstu fregnir herma að minnst tólf séu látnir og á annan tug séu særðir. 17. ágúst 2015 12:42 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Öflug sprenging í Bangkok Fyrstu fregnir herma að minnst tólf séu látnir og á annan tug séu særðir. 17. ágúst 2015 12:42