Erlent

Einn árásarmannanna kom til álfunnar um Grikkland

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mikil sorg ríkir í París.
Mikil sorg ríkir í París. vísir/getty
Sýrlenskt vegabréf fannst á einum árásarmannanna sem sprengdi sig í loft upp í árásunum í París. Sá hafði ferðast í gegnum Grikkland á leið sinni til Frakklands. Þetta er haft eftir aðstoðarinnanríkisráðherra Grikklands á Reuters.

Nikos Toscasvísir/afp
„Vegabréfið kom allavega í land á eynni Leros þann 3. október á þessu ári. Þar var hann skráður í samræmi við reglur Evrópusambandsins,“ segir Nikos Toscas. Lögreglan í Grikklandi hafði verið beðin um kanna hvort maðurinn hefði komið til álfunnar í gegnum landið.

Sýrlensk vegabréf ganga kaupum og sölum á svörtum markaði á meðal flóttamanna og ekki hefur fengist staðfest hvort vegabréfið hafi skipt um eigendur síðan í síðasta mánuði.

Árásarinnar í París hafa kallað fram viðbrögð um alla álfuna og hafa Pólverjar meðal annars tilkynnt að þeir hyggist ekki taka við flóttamönnum frá Miðausturlöndunum til að tryggja öryggi meðal fólks í landi sínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×