Erlent

Bjartsýni eykst um lausn á Grikklandskrísunni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nýjar hugmyndir Grikkja um aðgerðir gefa von um lausn.
Nýjar hugmyndir Grikkja um aðgerðir gefa von um lausn. Vísir/AFP
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gærkvöldi að nýjar tillögur sem Grikkir hafi lagt fram sýndu að stefnt væri í rétta átt í viðræðum um aðstoð við skuldavanda landsins.

Tillögur Grikkja eru sagðar innihalda nýja skatta á fyrirtæki og auðuga einstaklinga og hækkanir á virðisaukaskatti en engar frekari skerðingar á lífeyri og launum á almennum vinnumarkaði.

Þegar samkomulag næst fá Grikkir aðgang að 7,2 milljarða evra neyðaraðstoð Evrópusambandsins en þeir þurfa að endurgreiða 1,6 milljarð evra, jafnvirði 237 milljarða íslenskra króna, til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í lok mánaðarins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×