Vill taka suðurríkjafánann niður Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2015 11:45 Frá mótmælum við fánann. Vísir/EPA Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, hefur kallað eftir því að fáni Suðurríkjanna verði tekinn niður við þinghús ríkisins í Columbia. Hún sagði fánann vera tákn haturs og aðskilnaðar. Tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfa að samþykkja að fáninn sé tekinn niður. Í kjölfar ódæðis Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston, hefur mikil umræða myndast um fánann, hvað hann táknar og jafnvel hvort að banna eigi fánann. „Morðinginn sem situr nú í fangelsi sagðist vonast til þess að verk hans leiddi til kynþáttastríðs. Við höfum nú tækifæri til að sýna að hann hafði ekki bara rangt fyrir sér, heldur sé hið andstæða að gerast,“ sagði Nikki Haley við blaðamenn í gærkvöldi. Við hlið hennar stóðu bæði demókratar og repúblikanar. „Ég vonast til þess að með því að fjarlæga þetta tákn sem sundrar okkur, getum við farið fram á veg í sátt og samlyndi og við getum heiðrað þær níu sálir sem nú eru í himnaríki.“Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu.Vísir/EPAYfirlýsing ríkisstjórans virðist hafa komið hreyfingu á málið. Forseti þingsins í Mississippi hefur lagt til að suðuríkjafáninn verði fjarlægður af fána Mississippi, en hann er fyrsti hátt setti repúblikaninn í ríkinu til að stinga upp á því. Í Tennessee hafa þingmenn beggja flokka lagt til að stytta af hershöfðingjanum Nathan Bedford Forrest verði fjarlægð úr þingsal. Hann var einnig einn af leiðtogu Ku Klux Klan. Þar að auki hefur Wal-Mart tilkynnt að hætt verði að selja vörur með fánanum á í verslunum fyrirtækisins.Mikil lagaflækjaSamkvæmt lögum Suður-Karólínu er mjög erfitt að taka fánann niður, en hann var settur upp á toppi þinghússins árið 1960. Það var gert til að mótmæla mannréttindahreyfingu svartra í Bandaríkjunum á þeim tíma. Eftir mikil mótmæli var fáninn færður árið 2000 af húsinu og settur upp við styttu þar nærri. Það var gert vegna samkomulags á milli svartra þingmanna og repúblikana. Það samkomulag hefur séð til þess að fána Suðurríkjanna er aldrei flaggað í hálfa stöng, þrátt fyrir að fána Bandaríkjanna og Suður-Karólínu sé flaggað í hálfa stöng. Á vef Time segir að tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfi að samþykkja slíkt, sem er hærri meirihluti en þarf til að semja fjárhagsáætlun. Hinsvegar væri hægt að breyta þeim lögum og gera skilyrðið einfaldan meirihluta. Meðal þeirra repúblikana sem hafa kallað eftir því að fáninn verði fjarlægður eru Mitt Romney og Jeb Bush. Þá hefur fjöldi fólks skrifað undir undirskriftarlista um að fáninn verði fjarlægður.AP fréttaveitan segir frá því að síðasti ríkisstjóri Suður-Karólínu sem kallaði eftir því að fáninn yrði fjarlægður hafi verið repúblikaninn David Beasley. Honum var bolað úr starfi árið 1998 af samtökum afkomenda hermanna Suðurríkjanna. Niðurstöður 852 manna könnunar sem framkvæmd var í nóvember í fyrra sýndi fram á að 42 prósent íbúa Suður-Karólínu hafi viljað halda fánanum og að 26 prósent hafi viljað fjarlægja hann. Tengdar fréttir Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32 Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55 Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02 Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38 „Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, hefur kallað eftir því að fáni Suðurríkjanna verði tekinn niður við þinghús ríkisins í Columbia. Hún sagði fánann vera tákn haturs og aðskilnaðar. Tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfa að samþykkja að fáninn sé tekinn niður. Í kjölfar ódæðis Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston, hefur mikil umræða myndast um fánann, hvað hann táknar og jafnvel hvort að banna eigi fánann. „Morðinginn sem situr nú í fangelsi sagðist vonast til þess að verk hans leiddi til kynþáttastríðs. Við höfum nú tækifæri til að sýna að hann hafði ekki bara rangt fyrir sér, heldur sé hið andstæða að gerast,“ sagði Nikki Haley við blaðamenn í gærkvöldi. Við hlið hennar stóðu bæði demókratar og repúblikanar. „Ég vonast til þess að með því að fjarlæga þetta tákn sem sundrar okkur, getum við farið fram á veg í sátt og samlyndi og við getum heiðrað þær níu sálir sem nú eru í himnaríki.“Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu.Vísir/EPAYfirlýsing ríkisstjórans virðist hafa komið hreyfingu á málið. Forseti þingsins í Mississippi hefur lagt til að suðuríkjafáninn verði fjarlægður af fána Mississippi, en hann er fyrsti hátt setti repúblikaninn í ríkinu til að stinga upp á því. Í Tennessee hafa þingmenn beggja flokka lagt til að stytta af hershöfðingjanum Nathan Bedford Forrest verði fjarlægð úr þingsal. Hann var einnig einn af leiðtogu Ku Klux Klan. Þar að auki hefur Wal-Mart tilkynnt að hætt verði að selja vörur með fánanum á í verslunum fyrirtækisins.Mikil lagaflækjaSamkvæmt lögum Suður-Karólínu er mjög erfitt að taka fánann niður, en hann var settur upp á toppi þinghússins árið 1960. Það var gert til að mótmæla mannréttindahreyfingu svartra í Bandaríkjunum á þeim tíma. Eftir mikil mótmæli var fáninn færður árið 2000 af húsinu og settur upp við styttu þar nærri. Það var gert vegna samkomulags á milli svartra þingmanna og repúblikana. Það samkomulag hefur séð til þess að fána Suðurríkjanna er aldrei flaggað í hálfa stöng, þrátt fyrir að fána Bandaríkjanna og Suður-Karólínu sé flaggað í hálfa stöng. Á vef Time segir að tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfi að samþykkja slíkt, sem er hærri meirihluti en þarf til að semja fjárhagsáætlun. Hinsvegar væri hægt að breyta þeim lögum og gera skilyrðið einfaldan meirihluta. Meðal þeirra repúblikana sem hafa kallað eftir því að fáninn verði fjarlægður eru Mitt Romney og Jeb Bush. Þá hefur fjöldi fólks skrifað undir undirskriftarlista um að fáninn verði fjarlægður.AP fréttaveitan segir frá því að síðasti ríkisstjóri Suður-Karólínu sem kallaði eftir því að fáninn yrði fjarlægður hafi verið repúblikaninn David Beasley. Honum var bolað úr starfi árið 1998 af samtökum afkomenda hermanna Suðurríkjanna. Niðurstöður 852 manna könnunar sem framkvæmd var í nóvember í fyrra sýndi fram á að 42 prósent íbúa Suður-Karólínu hafi viljað halda fánanum og að 26 prósent hafi viljað fjarlægja hann.
Tengdar fréttir Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32 Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55 Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02 Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38 „Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32
Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55
Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02
Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38
„Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36
Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32