Kallar eftir sveigjanlegra Evrópusambandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2015 08:00 David Cameron ræddi stöðu Bretlands innan Evrópusambandsins á fundinum. vísir/stefán Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnunni Northern Future sem var haldin á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráðstefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron hefur kallað eftir þessum breytingum allt frá því fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi. Meginkrafa hans er aukið lýðræði innan Evrópusambandsríkja og aukið jafnræði innan sambandsins, hvort sem ríkin tilheyra evrusvæðinu eða ekki. Á blaðamannafundinum í gær sagði blaðamaður BBC hins vegar að ekki lægju fyrir neinar útlistaðar tillögur um það hvernig Cameron vildi sjá Evrópusambandið breytast. Og spurði hvernig almenningur gæti, í því ljósi, trúað að einhver árangur myndi nást. „Við höfum þegar birt það sem við viljum ná fram í stefnuyfirlýsingu okkar áður en við vorum kosin. Við áttum góðar samræður um þetta í gærkvöldi ásamt öðrum málum, eins og varðandi Sýrland, flóttamannamál og Úkraínu. En við ræddum líka samningaviðræður Breta við Evrópusambandið,“ sagði Cameron og vísaði þar til samtals síns við aðra forsætisráðherra á ráðstefnunni. Cameron sagðist telja að vel gengi að ræða kröfur Breta. „Ég myndi segja að ferlið væri farið af stað,“ sagði Cameron og benti á að leiðtogaráð Evrópusambandsins hefði móttekið erindi sitt og hann myndi aftur rita forseta leiðtogaráðsins bréf í nóvember. Einnig taldi hann að sjónarmið Breta ættu hljómgrunn víða. „Ég veit að Noregur og Ísland munu til dæmis fylgjast vel með því hvort Evrópusambandið geti sýnt að það sé sveigjanlegt samband sem geti tekið tillit til margra ólíkra hagsmuna, þeirra sem standa innan Evrópusambandsins og þeirra sem eru fyrir utan.“ Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Nauðsynlegt er að miklar breytingar verði gerðar á Evrópusambandinu, að mati Davids Cameron, forsætisráðherra Breta. Hann segir slíkar breytingar ekki einungis nauðsynlegar fyrir Bretland heldur líka fyrir aðra í Evrópusambandinu og utan þess. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnunni Northern Future sem var haldin á Grand hóteli í gær. Þátttakendur í ráðstefnunni voru forsætisráðherrar Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron hefur kallað eftir þessum breytingum allt frá því fyrir síðustu þingkosningar í Bretlandi. Meginkrafa hans er aukið lýðræði innan Evrópusambandsríkja og aukið jafnræði innan sambandsins, hvort sem ríkin tilheyra evrusvæðinu eða ekki. Á blaðamannafundinum í gær sagði blaðamaður BBC hins vegar að ekki lægju fyrir neinar útlistaðar tillögur um það hvernig Cameron vildi sjá Evrópusambandið breytast. Og spurði hvernig almenningur gæti, í því ljósi, trúað að einhver árangur myndi nást. „Við höfum þegar birt það sem við viljum ná fram í stefnuyfirlýsingu okkar áður en við vorum kosin. Við áttum góðar samræður um þetta í gærkvöldi ásamt öðrum málum, eins og varðandi Sýrland, flóttamannamál og Úkraínu. En við ræddum líka samningaviðræður Breta við Evrópusambandið,“ sagði Cameron og vísaði þar til samtals síns við aðra forsætisráðherra á ráðstefnunni. Cameron sagðist telja að vel gengi að ræða kröfur Breta. „Ég myndi segja að ferlið væri farið af stað,“ sagði Cameron og benti á að leiðtogaráð Evrópusambandsins hefði móttekið erindi sitt og hann myndi aftur rita forseta leiðtogaráðsins bréf í nóvember. Einnig taldi hann að sjónarmið Breta ættu hljómgrunn víða. „Ég veit að Noregur og Ísland munu til dæmis fylgjast vel með því hvort Evrópusambandið geti sýnt að það sé sveigjanlegt samband sem geti tekið tillit til margra ólíkra hagsmuna, þeirra sem standa innan Evrópusambandsins og þeirra sem eru fyrir utan.“
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira